Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49338
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um aðlögun ættleiddra barna, með sérstaka áherslu á börn ættleidd frá Kína til vestrænna samfélaga og hvernig tvímenningarleg félagsmótun og sjálfsmynd mótast í þessu ferli. Markmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á hvernig þessi börn samþætta menningarlegan uppruna sinn við nýja menningu í nýju landi Og hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd og félagslega aðlögun eftir ættleiðingu barnanna. Ritgerðin byggir á fræðilegum kenningum um tvímenningarlega félagsmótun og tengslamyndun samkvæmt kenningu John Bowlby, sem leggur áherslu á að örugg tengsl við foreldra og aðra umönnunaraðila séu grundvöllur tilfinningalegs öryggis og félagslegrar aðlögunar. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þótt tvímenningarlegt uppeldi geti valdið innri togstreitu, þá stuðlar virkur stuðningur ættleiðingarfjölskyldna og samfélagsins að því að börn þrói með sér sterka og heilbrigða sjálfsmynd. Auk þess kemur fram að þróun tvímenningarlegrar sjálfsmyndar sé lykilþáttur í aðlögun kínverskra ættleiddra barna, þar sem þau þurfa að sameina uppruna sinn og menningu ættleiðingarlandsins til að mynda samræmda sjálfsmynd. Á sama tíma er traust tengslamyndun við ættleiðingarfjölskyldu og umhverfi nauðsynleg fyrir tilfinningalega og félagslega vellíðan barna í aðlögunarferlinu.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| tej5_Tanya Elisabeth BA- ritgerð.pdf | 659,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing vegna BA ritgerðar.pdf | 312,27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |