is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49341

Titill: 
  • Milli refsingar, endurhæfingar og nýrrar vonar: Samanburður á endurhæfingarstefnum milli fangelsisyfirvalda Íslands og Noregs
  • Titill er á ensku Between punishment, rehabilitation and new hope
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar fangelsismálastefnu Íslands og Noregs og metur möguleika á þróun íslenskrar stefnu með hliðsjón af norsku stefnunni. Noregur hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir áherslu sína á endurhæfingu og lága endurkomutíðni, sem gerir það að áhugaverðu viðmiði. Rannsóknarspurningin er: Getur Ísland lært af Noregi og hvaða þætti úr norskri stefnu gæti Ísland nýtt til að þróa og bæta eigin stefnu á sviði fangelsismála? Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina helstu þætti fangelsismálastefnu beggja landa, hvað varðar endurhæfingu, bera saman áherslur þeirra og meta leiðir til að bæta íslenska kerfið, en niðurstöðurnar geta verið mikilvægar fyrir vinnu íslenskra réttarfélagsráðgjafa. Ritgerðin kynnir helstu hugtök og kenningar á þessu sviði, t.d. endurhæfingu, valdeflingu, fangelsismálastefnu og endurhæfingar-aðferðir. Rannsóknin gerir samanburðargreiningu á íslenskum og norskum fangelsismálum, með áherslu á lög, stefnumótun og tölfræðileg gögn, sem aflað var frá Google Scholar og opinberum vefsíðum. Rannsóknin sýnir að Ísland og Noregur hafa svipaða nálgun á fangelsismál, sérstaklega hvað varðar endurhæfingu og valdeflingu, þótt hugtakanotkun sé ólík. Hins vegar stendur Ísland frammi fyrir áskorunum vegna fjárskorts, skort við fjáröflun úrræða og mannafli. Ísland gæti lært af Noregi, t.d. varðandi samfellu í þjónustu, menntun, samfélagsþjónustu og viðhorf til fanga.

Samþykkt: 
  • 15.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Wep3_WeronikaPruszynska_BA_Milli_refsingar_endurhæfingar_og_nýrrar_vonar.pdf830,13 kBLokaður til...14.06.2025HeildartextiPDF
skemma_yfirlýsing_meðferð.pdf2,86 MBLokaðurYfirlýsingPDF