Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49350
Andlegt ofbeldi er eitt skaðlegasta form ofbeldis sem foreldri getur beitt barn sitt og getur það haft víðtæk áhrif á líðan, námsárangur og félagslíf þess. Þrátt fyrir að andlegt ofbeldi sé oft ósýnilegt geta afleiðingarnar verið djúpstæðar og haft áhrif langt inn á fullorðinsár ef ekki er gripið inn í og veittur viðeigandi stuðningur. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir andlegu ofbeldi eiga í aukinni hættu á að glíma við geðræna erfiðleika,námserfiðleika og skerta félagsfærni.
Ritgerðin fjallar um langvarandi áhrif andlegs ofbeldis á námsárangur og
félagslíf barna og unglinga. Lögð er áhersla á hlutverk skólafélagsráðgjafa í að styðja þennan hóp nemenda með snemmtækri íhlutun og forvörnum. Byggt er á fræðilegri umfjöllun og kenningarlegum grunni félagsráðgjafa, þar á meðal vistfræðikenningu Bronfenbrenner, tengslakenningu Bowlby og félagsnámskenningu Bandura. Einnig er fjallað um íslenska lagaumgjörð og stefnumótun sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi. Helstu niðurstöður sýna að skólafélagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í að greina börn í áhættuhópum, veita stuðning og snemmtæka íhlutun innan skóla. Með því að samþætta þjónustu, ráðgjöf og forvarnarvinnu geta þeir stuðlað að bættri líðan og námsárangri barna og unglinga sem hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
krm_Katla Rún_BA ritgerð.pdf | 434,29 kB | Lokaður til...14.06.2025 | Heildartexti | ||
krm_Katla Rún_yfirlysing.pdf | 3,1 MB | Lokaður | Yfirlýsing |