is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49351

Titill: 
  • Staða skaðaminnkunar á Íslandi. Hvað þarf að bæta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um stöðu skaðaminnkunar á Íslandi og leitast er við að varpa ljósi á því hvað skaðaminnkun felur í sér, stefnu stjórnvalda og úrræði. Skaðaminnkun er heilbrigðis- og félagsleg nálgun gagnvart vímuefnum sem beinist að því að draga úr neikvæðum áhrifum vímuefnanotkunar á einstaklinga og samfélagið. Með skaðaminnkun er viðurkennt að það er ekki raunhæft markmið að útrýma neyslu vímuefna og á meðan fólk kýs að neyta vímuefna ætti að veita því öruggar og heilbrigðar leiðir til að gera það.
    Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem unnið er með fyrirliggjandi gögn til grundvallar við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig er núverandi staða skaðaminnkunar í íslensku samfélagi? Hvaða þættir hafa haft áhrif á þróun og framkvæmd skaðaminnkandi úrræða á Íslandi? Hvernig samræmist íslensk stefna alþjóðlegum viðmiðum um skaðaminnkun? Hverjar eru helstu áskoranir við innleiðingu skaðaminnkandi hugmyndafræði og þjónustu?
    Undir skaðaminnkun falla úrræði á borð við nálaskiptiþjónustu, neyslurými, dreifingu á naloxone, búsetuúrræði sem byggjast ekki á edrúmennsku og viðhaldsmeðferðir. Allt af þessu er núna rekið á Íslandi í einhverjum mæli.
    Formlegri stefnumörkun hefur líka fleygt fram síðastliðin ár en árið 2014 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu sem fylgt hefur verið fast eftir og árið 2024 kom út lokaskýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun.
    Þó liggur ennþá fyrir að semja heildstæða stefnu um skaðaminnkun en lokaskýrslu starfshópsins er ætlað að leggja grunn að því. Þær áskoranir sem felast í því að móta slíka stefnu og fleyta skaðaminnkun enn frekar áfram á Íslandi felast helst í því að takast á við neikvæð viðhorf í samfélaginu, að tryggja samráð við notendur vímuefna, og að taka afstöðu til afglæpavæðingar á vörslu neysluskammta vímuefna.
    Ríki á borð við Portúgal, Holland, Sviss og Kanada geta nýst sem fyrirmyndir þegar stefna í skaðaminnkun er mótuð.

Samþykkt: 
  • 15.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gth147_gudmundurth_BA_Ritgerd.pdf548,72 kBLokaður til...14.06.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Skemman.pdf486,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF