Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49352
Það er eitt sem við eigum öll sameiginlegt, við fæðumst og við deyjum. Dauðinn er óumflýjanlegur en hvar og hvenær dauðastund rennur upp hefur í gegnum tíðina verið óútreiknanleg jafna. Á síðastliðnum árum hefur verið töluvert í umræðu hér á landi að ákveðinn hluti einstaklinga fái ákvörðunarvald um það hvenær þeir kjósi að ljúka sínu lífsskeiði og á þann hátt sem þeir kjósa sjálfir með því að geta átt val um dánaraðstoð og lagt hefur verið fram frumvarp til laga á Alþingi þess efnis. Íslendingar eru þó komnir stutt á leið í þessari umræðu og að mörgu að huga verði dánaraðstoð lögleidd hér á landi.
Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig staðið er að dánaraðstoð í þeim löndum sem hún er lögleg og hvaða áherslur og vafaatriði geta komið upp. Einnig að skoða hvort félagsráðgjafar á Íslandi séu í stakk búnir að takast á við þau krefjandi verkefni sem lögleiðingin hefur í för með sér og hvernig þeir myndu koma að þeim málum. Í þessu verkefni verður farið yfir hvað er átt við með dánaraðstoð, í hvaða löndum hún er leyfð og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar til að fá slíka aðstoð. Einnig verður farið yfir almenna félagsráðgjöf, hvenær hún hófst og hvar félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðisþjónustunnar, tengsl þeirra við málaflokkinn, siðferðileg álitamál og trúarleg gildi ásamt því að skoða lagalega þætti bæði hérlendis og erlendis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta María Gunnarsdóttir - BA ritgerð - Félagsráðgjöf Skila 15.4.2025.pdf | 474,46 kB | Lokaður til...14.06.2025 | Heildartexti | ||
2025.pdf | 5,83 MB | Lokaður | Yfirlýsing |