Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49353
Í þessari ritgerð verða beiting riftunar vegna vanefnda á aukaskyldum og skilyrði beitingar riftunar könnuð nánar. Sérstaklega verður leitast eftir því að geta borið saman skilyrði riftunar vegna vanefnda annars vegar á aðalskyldum og hins vegar aukaskyldum. Í öðrum kafla verður fjallað um aðal- og aukaskyldur og þá lögð sérstök áhersla á aukaskyldur og hvar þær eru að finna. Í þriðja kafla verður fjallað með almennum hætti um riftun og skilyrðin fyrir beitingu hennar. Í fjórða kafla verður síðan athugað hvenær sé heimilt að beita riftun vegna vanefnda á aukaskyldum og skilyrði þess borin saman við skilyrði riftunar vegna vanefnda á aðalskyldum. Loks verður í samantektarkafla farið yfir niðurstöður athugunarinnar en þar er ætlun höfundar að varpa ljósi á skilyrði riftunar vegna vanefnda á aukaskyldum í stuttu og hnitmiðuðu máli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð (JIA)(FINAL).pdf | 221,01 kB | Lokaður til...31.12.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlfsing um meðferð lokaverkefna (JIA).pdf | 55,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |