is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4936

Titill: 
  • Mismunandi aðferðir við opinber innkaup samkvæmt V. kafla laga nr. 84/2007 um opinber innkaup
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalumfjöllunarefni ritgerðarinnar eru ákvæði V. kafla laga nr. 84/2007 um opinber innkaup sem fjalla um mismunandi aðferðir sem hægt er að nota við opinber innkaup á Íslandi og í hvaða tilvikum heimilt sé að beita þessum aðferðum. Meginreglan skv. þeim kafla er að opinber innkaup skulu fara fram annað hvort með almennu eða lokuðu útboði. Með almennu útboði næst hámarks samkeppni þar sem öll áhugasöm fyrirtæki geta lagt inn tilboð. Lokuð útboð eru hins vegar notuð þegar um tæknilega eða lagalega flókna samninga er að ræða og er þá notað forval þar sem þátttakendur eru valdir til að leggja inn tilboð. Einnig er heimilt í V. kafla laganna í undantekningartilvikum að beita samningskaupum að undangenginni útboðsauglýsingu, samningskaupum án undangenginnar útboðsauglýsingar og samkeppnisviðræðum. Í grunnin snúast allar þessar aðferðir um það að þátttakendur í opinberu útboði eru valdir í sérstöku forvali og síðan er heimilt að viðhafa samningsviðræður í einhvers konar formi við kaupandann. Í kaflanum er einnig að finna reglur um gagnvirkt innkaupakerfi, sem er fullkomlega rafrænt innkaupakerfi við opinber innkaup, hönnunarsamkeppni og rammasamninga. Í framhaldi af umfjölluninni um innkaupaaðferðir var vikið að rafrænum aðferðum við opinber innkaup þar sem lögin um opinber innkaup gera ráð fyrir notkun þeirra í auknum mæli við framkvæmd opinberra innkaupa. Í ritgerðinni er einnig fjallað um sérleyfissamninga (e. concession agreements) en slíkir samningar fela það í sér að samningsyfirvöld fela sérleyfishafa að framkvæma ákveðið verk eða þjónustu og sérleyfishafinn fær að hluta til borgað fyrir verkið með nýtingu á því. Að lokum var svo fjallað um einkaframkvæmdir (e. public private partnership) en með þeim eru verkefni færð úr höndum hins opinbera yfir til einkaaðila skv. samningi og er um nokkurs konar samvinnu milli þeirra að ræða. Að endingu eru svo helstu niðurstöður teknar saman í niðurstöðukafla.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerð_NBG.pdf825.92 kBLokaðurHeildartextiPDF