is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4938

Titill: 
  • Meðferð sakamála á áfrýjunarstigi
Titill: 
  • Criminal proceeding on appeal level
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) er mælt fyrir um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Orðalag greinarinnar er mjög víðtækt og Mannréttindadómstóllinn hefur að sama skapi túlkað ákvæðið mjög rúmt. Í framkvæmd hefur dómstóllinn fellt undir greinina ýmsar reglur og þar á meðal má nefna meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu. Sú regla gildir ótvírætt í íslenskum rétti, sbr. 1. mgr. 111. gr. og 2. mgr. 208. gr. SML, en því hefur hins vegar verið haldið fram að í framkvæmd sé þeirri reglu ekki fylgt á fullnægjandi hátt. Jafnframt er sú skoðun orðin algengari að gildandi fyrirkomulag um sönnunarfærslu, sé ekki í fullu samræmi við 2. gr. 7. samningsviðauka MSE þar sem ekki fari fram sjálfsætt sönnunarmat fyrir Hæstarétti.
    Í ljósi sögulegra tengsla íslensks réttarfars við danskt og norskt, er eðlilegt við umfjöllun um íslenskt sakamálaréttarfar að hafa hliðsjón af þeim reglum sem þar gilda. Það sem helst aðgreinir íslenskt sakamálaréttar frá því danska og norska er að hér á landi eru dómstigin aðeins tvö. Hæstiréttur gegnir því í senn hlutverki áfrýjunardómstóls og æðsta dómstóls landsins. Í Danmörku og Noregi eru hins vegar tvenns konar dómstólar sem fara með þessi tvö ólíku hlutverk. Í hinum síðarnefndu löndum er aðalreglan þó sú að ef taka þarf afstöðu til sektar eða sýknu ákærða, eru mál þar flutt frá grunni og munnlegar skýrslur teknar af ákærða og vitnum.
    Við gerð frumvarps að núverandi lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 var rætt um hugsanlegar leiðir til að koma við endurskoðun á niðurstöðum héraðsdóms um sönnunaratriði í sakamálum. Ekki náðist þó að ljúka þeirri umfjöllun. Þann 1. október 2008 gaf dómsmálaráðuneytið út álit nefndar um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum. Við vinnu sína aflaði nefndin ýmissa gagna og fundaði með sérfróðum aðilum. Niðurstaða þeirra allra var að núverandi staða væri óviðunandi. Nokkrar leiðir voru nefndar til sögunnar, til þess að tryggja að meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum, væri virt. Af þeim þóttu þó einungis tvær raunhæfar. Annars vegar að fjölga dómurum Hæstaréttar og láta þar fara fram skýrslutökur af ákærða og vitnum. Hins vegar að koma á fót millidómstigi í sakamálum, líkt og tíðkast í Danmörku og Noregi. Það var einróma álit nefndarinnar að hið síðarnefnda væri betri kostur. Í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagslífinu, verður þó að telja að fjölgun hæstaréttardómara sé raunhæfara úrræði, þar sem slíkt er fjárhagslega hagkvæmara. Málið virðist þó vera í biðstöðu eins og er, en vonandi fæst farsæl lausn sem mun leysa aðkallandi vandamál í tíma.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritger%F0in[1].pdf777.61 kBLokaðurHeildartextiPDF