Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49385
Inngangur: Athyglisbrestur og ofvirkni er taugaþroskaröskun sem getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf einstaklinga og framtíðarhorfur þeirra. ADHD-lyfjanotkun fer hækkandi með ári hverju og er margfalt meiri en á hinum Norðurlöndunum. Einstaklingar með ADHD eru líklegri að glíma við fylgiraskanir og eru útsettari fyrir því að fá ávísað öðrum lyfjum samhliða ADHD-lyfjameðferð. Markmið verkefnisins var að kanna samhliða notkun annarra lyfja meðal einstaklinga á ADHD-lyfjum í samanburði við einstaklinga sem notuðu önnur lyf. Jafnframt að meta umfang ADHD-lyfjanotkunar auk þess að kanna skammtastærðir á ADHD-lyfjum.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð þversniðsrannsókn sem náði til 6-79 ára einstaklinga sem leystu út ávísun fyrir ADHD-lyf árið 2023. Þeim var parað við einstaklinga sem leystu út önnur lyf. Rannsóknin byggði á gögnum úr lyfjagagnagrunni embættis landlæknis. Framkvæmdar voru tvíkosta aðhvarfsgreiningar til að meta líkindahlutföll fyrir samhliða notkun annarra lyfja.
Niðurstöður: Um 22 þúsund einstaklingar á aldrinum 6-79 ára leystu út ADHD-lyf árið 2023 og í samanburðahópi voru um 84 þúsund einstaklingar sem leystu út önnur lyf. Einn af hverjum þremur 30-79 ára fullorðinna sem notuðu örvandi ADHD-lyf var að jafnaði á lyfjaskömmtum yfir hæstu ráðlögðum dagskömmtum. Einstaklingar á ADHD-lyfjum voru marktækt líklegri til að nota fimm eða fleiri lyfjaflokka eftir fyrsta þrepi ATC-kerfisins. Þá var ADHD-hópurinn marktækt líklegri en viðmiðahópur að nota lyf sem verka á taugakerfið (OR = 2,2, 95% ÖB [2,1-2,2]). Jafnframt voru þeir líklegri að fá afgreidda nær alla tilgreinda geðlyfjaflokka.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi vandaðrar og faglegrar greiningar sem byggja á mismunagreiningum til að tryggja að einkenni einstaklinga skýrist ekki af öðrum undirliggjandi orsökum. Leggja ætti aukna áherslu á að einstaklingar með ADHD fái þverfaglega og heildræna meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði með markvissri eftirfylgni til að lágmarka aukaverkanir og minnka lyfjabyrði og fjöllyfjanotkun.
Introduction: Attention deficit hyperactivity disorder is a neurodevelopmental disorder that can substantially affect individuals‘ daily lives and future prospects. ADHD medication use has risen rapidly in recent years and is higher than in other Nordic countries. Individuals with ADHD are more likely to experience comorbidities and are frequently prescribed additional medications. This study aimed to examine the prevalence of comedication among individuals receiving ADHD treatment compared to those using other medications. Additionally, it aimed to assess the extent of ADHD medication use and determine dosage levels of stimulant medications prescribed for ADHD
Materials and Methods: This population-based cross-sectional study included individuals aged 6-79 years who filled at least one prescription for ADHD medication in 2023, along with a matched control group who filled prescriptions for other medications. Data were obtained from the National Prescription Medicine Database. Logistic regression was used to estimate the odds of comedication.
Results: Approximately 22 thousand individuals aged 6-79 years filled a prescription for ADHD medication in 2023. They were matched to 84 thousand controls. One in three adults aged 30-79 on stimulant ADHD medication regularly used daily doses above the recommended maximum. Individuals receiving ADHD medication were at higher risk of receiving five or more first level ATC medication classes. Moreover, they were significantly more likely to receive medications acting on the nervous system (OR = 2.2, 95% CI [2.1, 2.2]). Lastly, they were more likely to be dispensed nearly all listed psychotropic drug classes.
Conclusions: These findings highlight the importance of accurate diagnostic assessments, including thorough differential diagnosis, to ensure that presenting symptoms are not attributable to other underlying conditions. Emphasis should be placed on interdisciplinary, patient-centered care for individuals with ADHD, aimed at improving quality of life through structured follow-up to minimize side effects, medication burden, and polypharmacy risk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS verkefni - EFT.pdf | 1,47 MB | Lokaður til...31.12.2027 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Erna.pdf | 507,43 kB | Lokaður | Yfirlýsing |