is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4947

Titill: 
 • Vernd fundafrelsis í íslenskum rétti
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um þá vernd sem fundafrelsi er veitt í íslenskum rétti. Gerð er grein fyrir sögulegu mikilvægi fundafrelsis og dregið fram hvaða hagsmunir vegast á þegar stjórnvöld standa frammi fyrir mannsöfnuðum á götum úti. Fjallað er um þróun fundaformsins frá einum helsta samskiptamiðli stjórnmálanna yfir í óhefðbundið tjáningarform sem átt hefur sér stað á sama tíma og vilji almennings til að taka beint þátt í stjórnmálum hefur aukist. Skýring fundafrelsisákvæðis íslensku stjórnarskrárinnar er tekin fyrir og komist að þeirri niðurstöðu að orðalag þess endurspegli ekki þá vernd sem fundafrelsi nýtur í raun í íslenskum rétti.
  Gildissvið fundafrelsisverndarinnar er afmarkað og fjallað um skrif fræðimanna sem að því lúta. Í síðari tíð hafa fræðimenn og dómstólar litið svo á að ekki verði gerðar miklar kröfur varðandi efni þeirrar tjáningar sem fundarmenn láta í ljós eða skipulag fundar til að fundarmenn njóti fundafrelsis. Rökstutt er að sjónarmið sem notuð hafa verið til að þrengja gildissviðið með vísan til hættu á óspektum eigi ekki við. Þau komi aftur á móti til álita þegar metið er í einstökum tilvikum hvort banna eigi fundi.
  Á ríkisvaldinu hvíla bæði jákvæðar og neikvæðar skyldur á grundvelli fundafrelsis. Stærstur hluti ritgerðarinnar fjallar um takmarkanir á fundafrelsi og hvaða neikvæðu skyldur hvíla á ríkisvaldinu í því samhengi. Sér í lagi er greint hvaða sjónarmið lögregla verður að taka tillit til þegar metið er hvaða ráðstafana á að grípa til vegna fundar svo allsherjarreglu verði ekki raskað um of. Í umfjölluninni eru sjónarmiðin flokkuð í þrennt. Í fyrsta lagi sjónarmið sem lúta að þeirri röskun sem fundur veldur. Í öðru lagi sjónarmið sem lúta að útfærslu takmarkananna sjálfra. Í þriðja lagi sjónarmið um sérstaka stöðu lögreglu við mat á aðstæðum og val á úrræðum. Fjallað er um áhrif meðalhófs og hvaða reglur takmarka hegðun fundarmanna.
  Gerð er grein fyrir jákvæðum skyldum ríkisvaldsins til að tryggja öryggi fundarmanna gagnvart umferð og mótmælendum sem eru annarar skoðunar en fundarmenn. Einnig er fjallað um þann möguleika að fundarmenn kunni að eiga rétt á að funda á svæðum gegn vilja eigenda þeirra.
  Loks er dregið fram að eftirlit með fundum kann að takmarka fundafrelsi og með hvaða hætti lögreglu er heimilt stunda slíkt eftirlit.

Samþykkt: 
 • 5.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal 5. maí.pdf1.01 MBLokaðurHeildartextiPDF
Forsida.pdf55.13 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna