is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49499

Titill: 
  • Titill er á ensku Didache. Leiðsögn hinna tólf postula
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Didache er rit skrifað á forngrísku sem hér er birt í fræðilegri íslenskri þýðingu. Gríska hugtakið διδαχή merkir kennsla, leiðsögn eða fyrirmæli og er vísað til þeirrar merkingar í þýðingunni. Ritið hefur fornt yfirbragð og er hluti af ritsafni hinna svonefndu postullegu feðra sem innihald trúfræðslurit frá fyrstu tímum fylgjenda Jesú, þ.e. safnaða sem ruddu sér til rúms og mótuðu með tímanum eigin trúarlega og félagslega sjálfsmynd sem kristnir hópar. Þá eru þessi rit elstu varðveittu kristnu ritin utan Nýja testamentisins. Rit hinna postullegu feðra voru flest skrifuð eftir tíma postulanna sem voru samtíma Jesú, líklega á tímabilinu fyrstu til þriðju öld. Didache er síðasta ritið sem skilgreint var sem hluti af ritsafninu. Ritunartími Didache er talinn vera frá lokum fyrstu aldar fram til miðrar annarrar aldar og ritunarstaður líklega fyrir botni Miðjarðarhafs. Efnislega skiptist ritið í fjóra meginhluta og eru viðfangsefnin 1) kristin siðfræði, 2) helgisiðir er snúa m.a. að skírn, föstu og þakkargjörð, 3) skipulag safnaðarstarfs og 4) ráð og áminningar um endalok heimsins. Didache hefur notið mikillar athygli fræðimanna allt frá því það fannst á seinni hluta 19. aldar. En þrátt fyrir miklar rannsóknir er ekki vitað hver skrifaði ritið, hvar eða hvenær. Tengsl Didache við önnur rit eru flókin. Fræðimenn hafa til dæmis greint skýrar hliðstæður og tengsl við bréf Barnabas, sem er hluti af ritum postullegu feðranna, og við Matteusarguðspjall í Nýja testamentinu, auk rita úr Gamla testamentinu. Gríski textinn sem var þýddur er byggður á textaútgáfu Bart D. Ehrmans með ritum hinna postullega feðra og er birtur í klassíska Loeb bókasafninu sem er gefið út af Harvard University Press. Fjórar erlendar þýðingar eru hafðar til hliðsjónar þessari íslensku þýðingu, tvær enskar, ein þýsk og ein dönsk. Þá eru neðanmálsgreinar sem vísa í heimildir, sýna tengsl við rit Biblíunnar (þýðingu frá 2007) og fela í sér ábendingar og útskýringar þýðanda sem vert þótti að tilgreina.

  • Útdráttur er á ensku

    Didache is an ancient Greek writing here provided in an Icelandic academic translation. The greek word δῐδᾰχή means teaching, guidance or instruction, and the Icelandic translation refers to that meaning. Didache has archaic character and a part of the genre of the Apostolic Fathers that include catechism from the first groups of Jesus followers, i.e. first congregations that were in early stage of developing their relgious and social community as Christian groups. The Apostolic Fathers writings are the oldest extant Christian writings outside the New Testament. Most of these writings are dated from contemporary time with Jesus Christ, likely the years of 70–150 CE, and is Didache the last writing to be included as part of the Apostolic Fathers collection. Didache is proposed to be from the second half of first century to the middle of second century, and the place of origin is considered to be at the East part of the Mediterranean Sea. Content wise is Didache organised in four main sections and the topics are 1) Christian ethics, 2) liturgy such as baptism, fasting and eucharist, 3) congregational organisation, and 4) adominitions regarding the end of times. Didache has received great attention of scholars since its discovery in late 19th century. But despite extensive research we do not know who is the author, where it was written or when. The relationship of Didache to other documents in complex. Scholars have identified clear paralells and relationship to, for example, the letter of Barnabas, which is part of the Apostolic Fathers writings, and with the gospel of Matthew in the New Testament, besides writings from the Old Testament. The greek text translated is found in Bart D. Erhman‘s writings of the Apostolic Fathers, published in the online Loeb Classical Library published by the Harvard University Press. Four foreign translations were taken into consideration during the Icelandic academic translation, two English versions, one German and one Danish. In footnotes, references are cited, relations to the Icelandic translation of the Bible (from 2007) are shown, and notes and explanations the translator thought important are provided.

Samþykkt: 
  • 28.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag.theol.-ritgerð (Auður Pálsdóttir) 25. apríl 2025.pdf616,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna (Auður Pálsdóttir).pdf1,35 MBLokaðurYfirlýsingPDF