is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/495

Titill: 
 • Fasteignarekstur sveitarfélaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur færst í vöxt að sveitarfélög og ríki taki á leigu húsnæði undir þá starfsemi sem þau bera ábyrgð á að veita og fari leið einkaframkvæmdar við hönnun, byggingu og rekstur húsnæðis.
  Auk nýrra viðhorfa hjá stjórnendum þessara aðila urðu breytingar á bóhaldslögum sveitarfélaga til þess að þörf var á nýrri nálgun við rekstur og umsýslu fasteigna í þeirra eigu.
  Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað af Reykjanesbæ, Seltjarnarnesbæ, Íslandsbanka hf. og Landsbanka Íslands hf. í þeim tilgangi að halda utan um rekstur og viðhald fasteigna þessara aðila. Vonast var til að sérhæfing og stærðarhagkvæmni fasteignafélagsins leiddu til hagkvæmari rekstrar og bættrar umhirðu fasteigna þessara aðila en eignaraðilar gætu þess í stað einbeitt sér að þeirri kjarnastarfsemi sem hver um sig tilheyrir.
  Í eftirfarandi verkefni er fjallað um Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hugmyndina að stofnun þess, uppbyggingu og þróun frá því að það var stofnað í lok árs 2002. Jafnframt er fjallað um þau umskipti sem verða á rekstri og vinnuferlum sveitarfélaga við þá breytingu að færa fasteignir undir eignarhald fasteignafélags. Einkum er litið til breytinga sem verða við nýbyggingarframkvæmdir en jafnframt er fjallað um viðhald eldri eigna og annarra rekstrarþátta sem taka á sig nýja mynd.
  Fjallað er um aðkomu Reykjanesbæjar að Fasteign hf. og þær forsendur sem fulltrúar sveitarfélagsins gáfu sér við mat á því hvort hagkvæmt væri að taka þátt í stofnum félagsins.
  Ákvörðun þriggja annarra sveitarfélaga, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Garðabæjar er jafnframt til umfjöllunar en hvert um sig komst að mismunandi niðurstöðu um það hvort skynsamlegt væri að taka þátt í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.
  Lykilorð: Sveitarfélög, fasteignir, húsnæðiskostnaður, rekstrarkostnaður, Reykjanesbær.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fasteign.pdf544.01 kBLokaðurFasteignarekstur sveitarfélaga - heildPDF
fasteign-e.pdf68.7 kBOpinnFasteignarekstur sveitarfélaga - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
fasteign-h.pdf103.32 kBOpinnFasteignarekstur sveitarfélaga - heimildaskráPDFSkoða/Opna
fasteign-u.pdf97.66 kBOpinnFasteignarekstur sveitarfélaga - útdrátturPDFSkoða/Opna