is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4950

Titill: 
  • Upphaf barnaverndarmáls
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er upphaf barnaverndarmáls. Í byrjun er vikið að skipulagi barnaverndar á Íslandi. Fjallað er um barnaverndaryfirvöld, það er stjórnvöld sem vinna að markmiðum barnaverndarlaga og fara með yfirstjórn barnaverndar á Íslandi. Næst er leitast við að gera hugtakinu barnarverndarmál skil og lýsa því hvað greinir þessi tilteknu mál frá öðrum málum innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er í stuttu máli farið yfir feril barnaverndarmála sem litast óneitanlega af sérstöðu þeirra. Þá er vikið að aðalefni ritgerðarinnar, upphafi barnaverndarmáls. Hið eiginlega barnaverndarmál hefst með því að barnaverndarnefnd tekur ákvörðun um að hefjast handa við rannsókn málsins, það er að hefja könnun máls. Vikið er að aðdraganda ákvörðunarinnar, það er hvernig barnaverndarnefndir fá vitneskju um grun um að barn búi við óviðunandi aðstæður. Í því samhengi er fjallað um tilkynningar og tilkynningarskyldu. Gerð er ítarleg grein fyrir ákvörðun barnaverndarnefndar um að hefja könnun máls og ýmsum álitaefnum sem því tengjast. Fjallað er um skilyrði þess að barnaverndarnefndir hefji afskipti af barni og fjölskyldu þess ásamt hugleiðingum um heimildir barnaverndarnefnda til athafna á þessu stigi. Leitast við að svara þeirri spurningu hvort ákvörðun um að hefja könnun máls geti talist stjórnvaldsákvörðun og hvaða málsmeðferðarreglur eru taldar eiga við um ákvörðunina. Loks er fjallað stuttlega um upphaf annarra stjórnsýslumála til samanburðar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_LOKA.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna