is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4951

Titill: 
  • Hvernig bregst samfélagið lagalega við kynferðisbrotum gegn börnum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynt að gefa heildarmynd af viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum gegn börnum. Mikið hefur verið skrifað um refsingar og refsikennd viðurlög í gegnum tíðina en markmið þessarar ritgerðar er hins vegar það að beina sjónum að öðrum viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum gegn börnum, með áherslu á þau viðbrögð sem ákvæði 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 hafa að geyma.
    Byrjað er á að fjalla almennt um kynferðisbrot og gerendur þeirra, auk þess sem stuttlega er fjallað um þær refsingar og þau refsikenndu viðurlög sem til greina kemur að beita þá sem brjóta kynferðislega gegn börnum. Að því loknu er fjallað um þau viðbrögð samfélagsins að koma á fót skráningar- og eftirlitskerfum vegna þeirra sem brjóta kynferðislega gegn börnum. Farið er ítarlega yfir ákvæði 1. mgr. 36. gr. barnaverndarlaga en auk þess er erlendur réttur skoðaður. Þá er skoðað það bann sem löggjöfin hefur að geyma við ráðningu kynferðisbrotamanna í störf sem fela í sér samskipti við börn, en til dæmis hefur ákvæði 2. mgr. 36. gr. barnaverndarlaga að geyma slíka heimild. Þá er gerð grein fyrir niðurstöðum lítillar rannsóknar á framkvæmd við ráðningu starfsmanna til ákveðinna stofnanna sem fela í sér samskipti við börn. Einnig er litið til erlends réttar og skoðað hvort slík bönn við ráðningu kynferðisbrotamanna sé að finna þar. Að endingu eru önnur viðbrögð skoðuð, önnur en þau sem ákvæði 36. gr. barnaverndarlaga hafa að geyma.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sonjalokaritgerd[1].pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna