en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4953

Title: 
 • Title is in Icelandic Veruleg vanefnd sem meginskilyrði riftunar. Dómaframkvæmd árin 1999-2009
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerðin fjallar um meginregluna um verulega vanefnd sem skilyrði riftunar í kröfurétti, afmörkun og inntak hennar með hliðsjón af nýlegri löggjöf á sviði kauparéttar og dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands frá 1999 til og með 2009.
  Hugtakið riftun byggir í grunninn á þremur þáttum. Í fyrsta lagi því að skuldari hafi vanefnt gagnkvæman samning aðila. Grundvallarreglan er sú að slík vanefnd þurfi að vera veruleg. Skilyrðið um verulega vanefnd er þó ekki með öllu ófrávíkjanlegt. Í öðru lagi þarf sá samningsaðili sem vanefnd bitnar á, það er kröfuhafi, að lýsa yfir riftun samningsins við skuldara með beinum eða óbeinum hætti. Í þriðja og síðasta lagi hefur yfirlýsingin í för með sér tilteknar réttarafleiðingar fyrir samningsaðila, það er niðurfellingu frekari greiðslna samkvæmt samningi og skil á þeim greiðslum sem þegar hafa verið inntar af hendi.
  Meginreglan er sú að kröfuhafi getur aðeins rift gagnkvæmum samningi í tilefni verulegrar vanefndar skuldara, og gildir þetta í raun óháð því hvers eðlis vanefnd skuldara er. Reglan um verulega vanefnd sem skilyrði riftunar hefur það í för með sér að sérhver vanefnd skuldara nægir ekki ein og sér fyrir beitingu riftunar sem vanefndaúrræðis heldur þarf alvarleiki vanefndarinnar að ná ákveðnu marki áður en telja má riftunargrundvöll kröfuhafa til staðar.
  Meginreglan hefur ekki verið lögfest sem almenn lagaregla hér á landi sem ætlað er að gilda óháð samningstegund hverju sinni. Tilvist reglunnar hefur þó verið óumdeild í íslenskum rétti í langan tíma og má finna henni stoð í fjölda lagaákvæða á sviði kröfuréttar, eins og til dæmis í ákvæðum lausafjárkaupalaga, neytendakaupalaga, fasteignakaupalaga, þjónustukaupalaga, húsaleigulaga, siglingalaga, og samningsveðslaga svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem hún hefur tryggt sér öruggan sess í dómaframkvæmd bæði á lögfestum og ólögfestum sviðum réttarins.
  Ábyrgð dómstóla er mikil þegar kemur að ákvörðun um hvort riftunarheimild teljist til staðar og er mikilvægt að skýrlega komi fram í dómum hvaða sjónarmið komi almennt til skoðunar við mat á því hvort vanefnd sé veruleg, hvaða sjónarmið hafi í raun áhrif við mat dómstóla í hverju tilfelli og loks hvaða sjónarmið hafi ráðið úrslitum. Þá er einnig mikilvægt að dómstólar geri greinarmun á ákvörðun á því hvort vanefnd sé til staðar og síðan hvort hún sé veruleg.
  Af dómaframkvæmd Hæstaréttar, sem gengið hefur tímabilið 1999 til 2009 og varðar á einhvern hátt verulega vanefnd og þau grundvallarsjónarmið sem þar liggja að baki, verður ekki séð að vikið sé frá þeim grundvallarsjónarmiðum sem gengið hefur verið út frá í löggjöf, en riftunarreglur þjónustukaupalaga og neytendakaupalaga hafa ekki enn komið til kasta Hæstaréttar að því er virðist.

Accepted: 
 • May 5, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4953


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA logfraedi Holmfridur _ FINAL.pdf456.81 kBLockedHeildartextiPDF