is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49557

Titill: 
  • Tómlegar stundir og tálsýn neysluhyggjunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erum við hvergi laus úr greipum neysluhyggjunnar? Tómstundir eru fjölbreyttar og margslungnar, þær gerast ekki í tómi og því hefur menning innan samfélaga áhrif á þær. Ýmsar vísbendingar eru um að neysluhyggja sé ríkjandi menning í vestrænum heimi en öllum manneskjum steðjar ógn af henni á margbreytilegan hátt. Mikilvægt er því að leita skapandi leiða til þess sporna gegn henni. Þessi greinargerð ásamt handbókinni Mínar bestu stundir eru 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Markmið greinargerðarinnar er að varpa ljósi á tómstundir í nútímasamfélögum, áhrif neysluhyggju á tómstundir, jákvæða sálfræði og tómstundamenntun og samspili þessara þátta. Handbókin Mínar bestu stundir er ætluð fólki á aldrinum 18 – 40 ára og er hún skrifleg handbók sem leiðir fólk í gegnum ýmiss konar sjálfsígrundandi verkefni. Þau byggja að mestu leyti á hugmyndafræði tómstundamenntunar og jákvæðrar sálfræði. Markmið handbókarinnar er að stuðla að sjálfstæði fólks í tómstundaiðkun þeirra og efla félagstengsl með þátttöku í tómstundum sem endurspeglar þeirra innra sjálf, styrkleika, gildi og ástríðu.

Samþykkt: 
  • 29.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið tómlegar stundir og tálsýn neysluhyggjunnar. Berglind Gunnarsdóttir. PDF.pdf451,98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Mínar bestu stundir - handbók.pdf1,07 MBLokaðurAfurð, handbókPDF
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf197,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF