is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49592

Titill: 
  • Formulation of Dual-Burst Release Tablets Using a Compression-Coating Method
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Lyfjahvörf taflna eru eitt mikilvægasta viðfangsefni rannsókna í tengslum við töflugerð, og er hægt að aðlaga leysnihraðaferla þannig að ákveðin losun eigi sér stað á ákveðnum tíma. Það er gert með réttri samsetningu hjálparefna í töfluduftinu og viðeigandi hönnun á lyfjaforminu. Í þessu verkefni var markmiðið að hanna lyfjaform sem gæfi tvo aðskilda púlsa af losun á salisýlsýru sem næði 25% losun eftir 30 mínútur síðan töf á losuninni í 5-6 klukkustundir og 75% losun eftir 6 klukkustundir og að lokum 100% losun eftir 8 klukkustundir. Þrjú mismunandi lyfjaform voru reynd í alls sextán mismunandi formúleringum. Þar sem best heppnaða lyfjaformið var þriggja laga tafla sem innihélt alla salisýlsýruna í innsta og ysta laginu, en miðjulagið átti að leysast hægt upp og tefja frekari losun. Í ritgerðinni verða kynntar niðurstöður úr ferlinu að endanlegu formúleringunni ásamt stöðluðum prófunum á lokaafurðinni skv. Evrópsku lyfjaskránni og farið verður yfir hvaða markmiðum var náð og hverjum ekki. Til samantektar á helstu niðurstöðum lokaformúleringarinnar, F16, þá tókst vel að slá töflurnar en þær stóðust þó ekki allar prófanir. Í fyrsta lagi gaf leysnihraðaferillinn, þar sem prófað var bæði í vatnsbaði og í sýru/búffer of kraftmikla fyrri losun og seinni losunin kom of snemma. Í öðru lagi var ysta lag taflnanna of brothætt og hefði þurft að þróa samsetningu innihaldsefna betur. Þó sýndi þessi ferill fram á niðurstöður sem samrýmdust markmiðinu best allra formúleringanna og gæti ferillinn verið sniðinn betur að markmiðinu með áframhaldandi tilraunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Drug release kinetics are critical when formulating tablets, which can be tailored to different release profiles with the right combinations of materials in the formulation and an appropriate tablet structure. This project explored a release profile featuring two separate bursts of salicylic acid (SA). The aim was to create a release profile with 25% release at 30 minutes, followed by a 5-6 hour lag time, 75% released at 6 hours, and 100% released at 8 hours. Three different structural concepts were explored in a total of sixteen formulations. The most successful approach was a triple-layer tablet with the inner and outer layers containing all the SA. The middle layer dissolved slowly, providing the desired lag time. This thesis presents the results of the process of finding the right formulation, along with the standard test results of the final product according to the European Pharmacopoeia (Ph. Eur.), and statements on the achieved and failed goals. To conclude the results for the final formulation, F16, tablets were successfully pressed but did not meet all requirements during testing. Firstly, the dissolution profile, tested in both water and acid/buffer, exhibited too powerful of a former burst, and the latter burst occurred too early. Secondly, the outermost layer of the tablet was brittle and required a better composition of excipients and more powder volume to make it thicker. Nonetheless, the dissolution profile demonstrated the most promising outcome of the formulations overall and has the potential for further refinement through additional experiments.

Samþykkt: 
  • 29.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing .png12,01 MBLokaðurYfirlýsingPNG
BSc.thesis - 2025 - JM_LÞ_RN.pdf1,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna