is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4961

Titill: 
  • Stjórnun í stjórnsýslurétti og viðbrögð starfsmanna við ólögmætum fyrirmælum
Titill: 
  • Administrative management and unlawful instructions
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er tvískipt af efni til. Fyrri hlutinn varðar stjórnun og stjórnunarheimildir í íslenskum stjórnsýslurétti en síðari hlutinn einblínir á sérstakt álitaefni er varðar viðbrögð starfsmanna sem fá ólögmæt fyrirmæli.
    Í fyrri hlutanum er reynt að greina og lýsa helstu stjórntækjum sem gilda í íslenskum rétti auk þess er almenn umfjöllun um stjórnun og stjórnunarheimildir. Tekin eru dæmi úr lögum og að auki er fjallað hvernig dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa fjallað um stjórntækin, skilyrði þeirra o.fl. Í lok fyrri hlutans eru loks tekin dæmi um umfjöllun dómstóla og umboðsmanns um skyldu yfirmanna (ráðherra) til að beita stjórnunarheimildum sínum (svokölluð frumkvæðisskylda). Í þessu samhengi eru einnig tekin dæmi úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
    Síðari hlutinn er þess efnis að fyrst eru réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins, samkvæmt starfsmannalögunum (lög nr. 70/1996), lýst. Sérstaklega var vikið að svokallaðri hlýðniskyldu sem fram kemur í 15. gr. starfsmannalaganna og 140. gr. almennra hegningarlaga, bæði hvað varðar umfjöllun fræðimanna og hvernig skyldunni hefur verið beitt í framkvæmd. Fjallað um refsiábyrgð og refsileysisástæður, einkum frá sjónarhóli opinberra starfsmanna. Í síðasta kafla ritgerðinnar er fjallað um það hvað starfsmönnum beri að gera fái þeir ólögmæt fyrirmæli. Útgangspunkturinn eru kenningar danska fræðimannsins Poul Andersen, en almennt hefur verið byggt á þeim í umfjöllun um efnið í Danmörku og að einhverju leyti hér á landi. Í kaflanum er fjallað um ýmis atriði sem hafa áhrif á það hvort starfsmanni megi vera ljóst að um ólögmæt fyrirmæli er að ræða eður ei og dæmi tekin úr framkvæmd. Sérstaklega var litið á svokallað Tamílamál í Danmörku en einnig litið á dæmi úr íslenskri framkvæmd. Loks eru nokkur sérstök álitamál, að því er varðar viðbrögð starfsmanna, tekin til umfjöllunar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin.pdf785.79 kBLokaðurHeildartextiPDF