is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49628

Titill: 
  • Á bakvið tjöldin. Skuggafélagslíf í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á og skilgreina fyrirbærið skuggafélagslíf og greina þau óformlegu samskipti og athafnir sem það felur í sér. Skuggafélagslíf er hluti af sviði óformlegs félagslífs sem mótast að miklu leiti utan ramma skólakerfisins og er skipulagt af nemendum sjálfum. Það birtist á fjölbreyttan hátt og getur tekið á sig ýmsar myndir eftir skólaumhverfi, nemendahópum og menningu hverju sinni. Rannsóknir benda til þess að félagslíf sé einn af þeim lykilþáttum sem hafa úrslitaáhrif þegar kemur að vali nemenda á framhaldsskólum og hefur djúpstæð áhrif á upplifun þeirra og þátttöku í skólasamfélaginu. Það getur styrkt tengslanet nemenda, stuðlað að félagslegri færni og eflt persónulegan þroska en á sama tíma getur það einnig ýtt undir útilokun, hópþrýsting og áhættuhegðun.
    Með því að auka skilning á bæði skipulögðu félagslífi á vegum framhaldsskóla og skuggafélagslífi er hægt að vinna að því að skapa jákvæðan skólabrag fyrir alla nemendur. Aukinn skilningur á skuggafélagslífi getur veitt innsýn í hvernig óformlegt félagslíf hefur áhrif á skólamenningu, jafnrétti innan skólanna og líðan nemenda. Jafnframt er mikilvægt að skoða hvernig skólar og samfélag geta brugðist við þeim áskorunum sem fylgja skuggafélagslífi og nýtt styrkleika þess til jákvæðrar þróunar í félagslífi nemenda.

Samþykkt: 
  • 30.4.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsingarskjal.pdf252,84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Á bakvið tjöldin - skuggafélagslíf .pdf611,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna