is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4964

Titill: 
  • Skilyrði og grundvöllur gjaldþrotaskipta
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um skilyrði og grundvöll gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 (gþl.), með hliðsjón af dönskum og norskum rétti. Þar sem gjaldþrotaskipti eru ein tegund fullnustugerða er í upphafi ritgerðarinnar vikið að skilgreiningu á fullnustugerðum og flokkun þeirra. Í kafla 3 er svo greint frá þróunardráttum gjaldþrotaskiptaréttar og fyrirhuguðum lagabreytingum á réttarsviðinu. Ber einkum að nefna tiltekið frumvarp sem lagt var fram á yfirstandandi 138. löggjafarþingi, um breyting á lögum um aðför nr. 90/1989 og gþl. Sökum þess að umræddar breytingartillögur varða töluvert efni ritgerðarinnar, er greint frá þeim samhliða umfjöllun um gildandi rétt. Í næstu tveimur köflum er fjallað um þau hugtök sem hafa þýðingu fyrir efni ritgerðarinnar og almennt um réttarúrræði gþl., þ.e. greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti. Í kafla 6 er greint frá gildissviði gþl., þar sem það leggur grunninn að þeim skilyrðum sem gilda um gjaldþrotaskipti. Í kafla 7 er vikið að heimildinni til að krefjast gjaldþrotaskipta en bæði skuldari og lánardrottinn geta krafist þess að bú þess fyrrnefnda verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá getur skuldara sem er bókhaldsskyldur verið skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta. Í kafla 8 má svo finna umfjöllun um almenn skilyrði gjaldþrotaskipta. Í fyrsta lagi er fjallað um það hvernig krafa um gjaldþrotaskipti þarf að vera úr garð gerð og hvaða gögn eigi að fylgja henni. Í annan stað er greint frá þeim reglum sem gilda um varnarþing skuldara. Í þriðja lagi er rætt um ábyrgð skiptabeiðanda á skiptakostnaði og þá tryggingu sem þarf oft að setja fyrir kostnaðinum. Meginumfjöllun ritgerðarinnar er hins vegar að finna í kafla 9, þar sem fjallað er ítarlega um grundvöll gjaldþrotaskipta. Nánar tiltekið er greint frá skilyrðum 64. og 65. gr. gþl. fyrir því að gjaldþrotaskipti byrji en gerður er greinarmunur á þeim eftir því hvort krafan um gjaldþrotaskiptin kemur frá skuldaranum sjálfum eða lánardrottni hans. Þá er einnig fjallað um hin svokölluðu neikvæðu skilyrði gjaldþrotaskipta sem eru að finna í 3. mgr. 65. gr. gþl. Í kjölfar þessarar umfjöllunar er greint frá þeim reglum sem gilda um bótaábyrgð og meðferð kröfunnar fyrir dómi. Í kafla 12 er jafnframt vikið að þeim sérreglum sem gilda um fjármálafyrirtæki. Í lok ritgerðarinnar má svo finna ákveðnar hugleiðingar höfundar um gjaldþrotaskipti og upplýsingar um tíðni þeirra.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lovísa Þrastardóttir.pdf838.82 kBLokaðurHeildartextiPDF