Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49664
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed prófs í kennslu- og menntunarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um einhverfu út frá fræðilegum heimildum, greiningarviðmið og einkenni. Fjallað verður um menntun án aðgreiningar, lög og opinberu baksvið sem standa að menntun án aðgreiningar. Farið verður yfir skynkerfi og skynjun einhverfra einstaklinga ásamt samskiptastíl þeirra. Þar á eftir verður farið yfir helstu leiðir til náms fyrir einhverf börn og að lokum verður varpað ljósi á raddir einhverfra af skólakerfinu. Helstu niðurstöður út frá heimildum og röddum einhverfra benda til þess að skynkerfi þeirra er undir miklu álagi inni í skólastofnunum. Skynkerfi einhverfra er ólíkt skynkerfi óeinhverfra og því henta skólarými ekki skynþörfum einhverfra einstaklinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Af hverju og fyrir hvern?; Skynþarfir einhverfra barna.pdf | 392,7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_6747.jpeg.pdf | 1,19 MB | Lokaður | Yfirlýsing |