is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/497

Titill: 
 • Efling starfsmanna á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Starfsmennirnir eru ein af megin auðlindum fyrirtækja svo að mikilvægt er að hlúa að þeim og gæta þess að þeim líði vel í vinnu sinni. Með því að beita starfsmannaeflingu á réttan hátt má ná þessu fram og auka afköst starfsmannanna. Starfsmannaefling er því nokkuð sem allir geta hagnast af, starfsmenn, stjórnendur og fyrirtækið sjálft.
  Gerð var rannsókn til þess að kanna hvort íslenskir stjórnendur hefðu tileinkað sér aðferðir starfsmannaeflingar og ef svo væri, hvernig þær hefðu reynst. Spurningalistar voru sendir út til tæplega 200 fyrirtækja, sem samkvæmt Frjálsri verslun höfðu velt hvað mestum fjármunum árið 2004. Vegna þess hve svörun var lítil í rannsókninni er ekki hægt að draga miklar ályktanir af niðurstöðum hennar en hún gefur þó nokkuð góða mynd af stöðu mála.
  Notkun starfsmannaeflingar virðist hafa náð nokkurri fótfestu á meðal íslenskra stórfyrirtækja. Nokkur fjöldi hefur nú þegar innleitt starfsmannaeflingu í rekstur sinn og stór hópur stefnir að innleiðingu á næstunni. Einnig eru mörg fyrirtæki sem vinna eftir aðferðum starfsmannaeflingar þó svo að eiginleg innleiðing hafi ekki farið fram.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ávinningur af innleiðingu starfsmannaeflingar nokkur. Þar má sem dæmi nefna aukið upplýsingaflæði, frumkvæði og þjónustugæði.
  Lykilorð sem unnið var með:
   Mannauðsstjórnun
   Starfsmannaefling
   Skuldbinding starfsmanna
   Starfsánægja
   Valddreifing

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efling.pdf1.16 MBOpinnEfling starfsmanna á Íslandi - heildPDFSkoða/Opna