Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4971
Í þessari ritgerð eru ýmsar birtingarmyndir endurtekninga ræddar og nokkrum helstu hugmyndum fræðimanna um ljósmyndir gerð skil. Í fyrsta hluta er hugtakið endurtekning skilgreint út frá hugmyndum heimspekingsins Sörens Kierkegaards, og sú skilgreining svo borin saman við skrif bókmenntafræðingsins Walters Benjamins um fjölda¬framleiðsluna og menningu henni tengdri. Hugmyndir Walters Benjamins um ljósmyndina eru einnig til umræðu, og þær tengdar skrifum annarra bókmennta¬fræðinga, Rolands Barthes og Susan Sontag.
Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um birtingamyndir endurtekningarinnar í listum, og nefnd eru sem dæmi ljósmyndir Sherrie Levine og Einars Fals Ingólfssonar.
Þriðji hluti ritgerðarinnar er kynning á ljósmyndaranum Bæring Cecilssyni, ævi hans og umhverfi, sem og á þeim fjölda ljósmynda sem hann skildi eftir sig og varðveittar eru á Bæringsstofu, safns er stofnað var í minningu hans.
Í fjórða hluta er fjallað um ljósmyndir Bærings, hluta þeirra skipt upp í fimm flokka og þær ræddar út frá þeim hugmyndum og hugtökum sem gerð eru skil í fyrsta hluta ritgerðarinnar.
Í lokin er ritgerðin dregin saman í hnotskurn og imprað á aðalatriðum hennar.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| ritgerd.pdf | 4,96 MB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
| Viðauki.pdf | 3,76 MB | Opinn | Fylgiskjöl: Viðauki, ljósmyndir | Skoða/Opna |