en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4971

Title: 
 • Title is in Icelandic Taumur líðandi stundar: Um tíma og endurtekningar í ljósmyndum Bærings Cecilssonar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð eru ýmsar birtingarmyndir endurtekninga ræddar og nokkrum helstu hugmyndum fræðimanna um ljósmyndir gerð skil. Í fyrsta hluta er hugtakið endurtekning skilgreint út frá hugmyndum heimspekingsins Sörens Kierkegaards, og sú skilgreining svo borin saman við skrif bókmenntafræðingsins Walters Benjamins um fjölda¬framleiðsluna og menningu henni tengdri. Hugmyndir Walters Benjamins um ljósmyndina eru einnig til umræðu, og þær tengdar skrifum annarra bókmennta¬fræðinga, Rolands Barthes og Susan Sontag.
  Annar hluti ritgerðarinnar fjallar um birtingamyndir endurtekningarinnar í listum, og nefnd eru sem dæmi ljósmyndir Sherrie Levine og Einars Fals Ingólfssonar.
  Þriðji hluti ritgerðarinnar er kynning á ljósmyndaranum Bæring Cecilssyni, ævi hans og umhverfi, sem og á þeim fjölda ljósmynda sem hann skildi eftir sig og varðveittar eru á Bæringsstofu, safns er stofnað var í minningu hans.
  Í fjórða hluta er fjallað um ljósmyndir Bærings, hluta þeirra skipt upp í fimm flokka og þær ræddar út frá þeim hugmyndum og hugtökum sem gerð eru skil í fyrsta hluta ritgerðarinnar.
  Í lokin er ritgerðin dregin saman í hnotskurn og imprað á aðalatriðum hennar.

Accepted: 
 • May 6, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4971


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerd.pdf4.96 MBOpenMeginmálPDFView/Open
Viðauki.pdf3.76 MBOpenFylgiskjöl: Viðauki, ljósmyndirPDFView/Open