Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49723
Í íslensku skólakerfi eru fáir fatlaðir kennarar og því eru ekki margar fatlaðar fyrirmyndir í kennslu. Lokaverkefnið mitt fjallar um mig, Heklu Björk Hólmarsdóttur, sem fatlaðan kennara á námskeiðinu Lokaverkefni í diplómanámi sem kennt er í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands. Þar sýni ég að fatlað fólk getur líka alveg kennt sem eru mjög mikilvæg skilaboð. Lokaverkefnið mitt fjallar um þátttöku mína í þróun og kennslu á námskeiðinu Lokaverkefni í diplómanámi og rannsókn sem ég gerði með diplómanemum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem ég gerði með nemendum í diplómanáminu sýna að það vantar fatlaðar fyrirmyndir í kennslu.
Í verkefninu fjalla ég um hlutverk mitt í námskeiðinu og hversu mikilvægt það er að fatlað fólk fái tækifæri til að kenna og miðla af þekkingu og reynslu sinni. Að auki fjalla ég um hvaða áhrif það getur haft á fatlaða nemendur að vera með fatlaðar fyrirmyndir í kennslu.
Í verkefninu mínu segi ég frá lokaverkefni nemenda í starfstengdu diplómanámi sem héldu málþing sem ber heitið Hvað með okkur? Þar var fatlað fólk í aðalhlutverki. Í þessari vinnu hefur falist undirbúningur, skipulagning og umræður um hvað það sé sem skipti nemendur mestu máli í lífinu. Á málþinginu var ég fundarstjóri og hélt utan um dagskrána með nemendum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni Hekla Nú! Get ég líka kennt?.pdf | 8,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2025 Skemman Yfirlýsing Hekla Björk.pdf | 322,24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |