en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4975

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttmætisrannsókn á valaðferð í flugumferðarstjórn. Mat á próffræðilegum eiginleikum inntökuprófsins Taxi-test.
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknar var að kanna próffræðilega eiginleika inntökuprófsins Taxi-test sem notað var við val á umsækjendum í flugumferðarstjórn. Úrtakið var byggt þeim gögnum sem fundust um próftaka og voru þau misítarleg. Alls fundust gögn 223 próftaka frá árunum 1998 til 2007. Skoðað var hugsmíðaréttmæti inntökuprófsins með þáttagreiningu, N=88. Notuð var meginásagreining með hornskökkum snúningi. Kannaður var innri áreiðanleiki þátta og fylgni milli þeirra. Að síðustu var metið forspárréttmæti inntökuprófsins með frammistöðu í fyrsta réttindanámi sem viðmið, N=50. Helstu niðurstöður voru að tveir þættir eru í prófinu. Annar þeirra byggir á meginhæfileikum flugumferðarstjóra og hefur háan áreiðanleikastuðul. Hinn þátturinn byggir á bjargráðum við álagi og er áreiðanleiki hans hæpinn. Nokkuð há fylgni er á milli þáttanna. Í réttmætisrannsókninni fengust ekki marktækar niðurstöður, hvorki lokaeinkunn né þættir Taxi-testsins spáðu fyrir um frammistöðu í fyrsta réttindanámi. Samkvæmt þessum niðurstöðum er því hæpið að nota Taxi-testið sem inntökupróf í flugumferðastjórn.

Accepted: 
  • May 6, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4975


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Signý-Lokaútgáfa.pdf395.2 kBOpenHeildartextiPDFView/Open