is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4978

Titill: 
  • Áhrif plöntueiturs á fræbanka alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) og annarra háplantna
Útdráttur: 
  • Notkun alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) í landgræðslu og skógrækt hefur verið umdeild á síðustu áratugum. Reynt hefur verið með ýmsum aðferðum að hefta útbreiðslu hennar þar sem hún er talin óæskileg. Í eitrunartilraun á Helluvaðssandi á Rangárvöllum var
    kannað hvort plöntueitrið Roundup gæti hamlað útbreiðslu lúpínunnar og jafnframt haft sem
    minnst áhrif á annan gróður. Þetta rannsóknarverkefni fjallar um einn þátt þessarar rannsóknar
    og er markmið hennar tvískipt: (1) að kanna hver áhrif plöntueitursins Roundup er á fræbanka
    lúpínu sem eitruð er á mismunandi þroskaskeiðum og (2) að kanna hvort eitrun hafi áhrif á
    fræbanka annarra tegunda. Niðurstöður sýndu að eitrun minnkaði marktækt fræforða lúpínu í
    jarðvegi þar sem að meðalþéttleiki fræs í eitruðum reitum var um 200 fræ m-2 eða næstum því
    fimm sinnum minni en í viðmiði (960 fræ m-2). Fræforði lúpínu var marktækt meiri þegar
    lúpínan var í fræi en í blóma. Fræforði annarra tegunda en lúpínu var minnstur þegar lúpína
    var eitruð í fræi og var hann marktækt minni en í viðmiði. Eyðing lúpínu með Roundup ber
    líklega mestan árangur þegar hún er eitruð í blóma því þá er fræforði hennar minnstur og
    áhrifin á annan gróður ásættanlegur.

Styrktaraðili: 
  • Landgræðsla ríksins
Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyding alaskalupinu med eitri rannsoknarverkefni 2009.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna