is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4980

Titill: 
 • Um kynjamun í málfari. Rannsókn á kynbundnum málfarsmun í íslensku táknmáli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um það hvort munur sé á málfari karla og kvenna.
  Fyrst er fjallað um rannsóknir sem gerðar hafa verið á slíkum mun í raddmálum. Í þeim kafla er meðal annars fjallað um tilraun Williams Labov á framburði New York-búa á /r/ og það hvernig hann komst hjá vanda sem hrjáir mál- og félagsvísindamenn, þversögn athugandans. Tilgátur hafa löngum verið uppi hjá málvísindamönnum um að konur tileinki sér frekar staðlaðra eða fínna mál en karlar tileinki sér heldur mál sem tilheyrir lægri stéttum samfélagsins.
  Í næsta kafla eru skýringar á nokkrum hugtökum sem notuð eru í umræðunni um málfræði táknmála og eru skýringarmyndir þar sem það á við.
  Við tekur umræða um rannsóknir sem gerðar hafa verið á málfræði táknmála. Þar er meðal annars fjallað um frumkvöðulinn William Stokoe og rannsóknir hans. Síðan er dremið örstutt á rannsóknum á mun milli raddmála og táknmála.
  Næst er fjallað um rannsóknir á kynbundnum mun í táknmálum og þar er meðal annars fjallað um rannsókn sem gerð var á málfari heyrnarlausra karla og kvenna á Írlandi. Stuttlega er fjallað um orsakir þess munar sem greinst hefur á málfari karla og kvenna.
  Þá er einnig rætt um rannsókn höfundar á íslensku táknmáli þar sem rannsakað var hvort munur greindist á handformanotkun heyrnarlausra karla og kvenna á Íslandi.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ekki er marktækur munur á notkun handforma milli karla og kvenna, heldur er hann einstaklingsbundinn.
  Loks er rædd sú nauðsyn að halda áfram rannsóknum á tilbrigðum í íslensku táknmáli.

Samþykkt: 
 • 6.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
runavala.pdf712.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna