is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49821

Titill: 
  • „Þetta er ekki fólk sem býr í sama veruleika og ég og þú“ Afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna til eigin nota og skaðaminnkun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 1971 lýsti þáverandi forseti BNA Richard Nixon yfir stríði gegn fíkniefnum með því markmiði að draga úr neyslu, innflutningi og sölu fíkniefna. Stríðið gegn fíkniefnum hafði áhrif út fyrir BNA en ríkjandi ávana- og fíkniefnalög á Íslandi gera vörslu og persónulega notkun ólöglegra fíkniefna refsiverða. Notkun fíkniefna á Íslandi hefur skaðleg áhrif á samfélagið á hverjum degi á margvíslegan hátt en margir gagnrýna refsistefnuna og telja hana skaðlega. Hugmyndafræðin um skaðaminnkun hefur það markmið að draga úr skaðanum sem fylgir vímuefnanotkun og eru nú nokkur starfandi skaðaminnkandi úrræði hér á landi.
    Meginmarkmið ritgerðarinnar var að kanna og meta álit og viðhorf einstaklinga sem starfa í skaðaminnkandi úrræðum eða veita skaðaminnkandi þjónustu á afnám refsinga neysluskammta og vörslu fíkniefna til eigin nota. Afstaða og viðhorf einstaklinga sem nota skaðaminnkandi þjónustu á refsingar neysluskammta og vörslu fíkniefna til eigin nota var jafnframt skoðuð. Með því að gefa notendum fíkniefna og þjónustuþega skaðaminnkunar á Íslandi rödd voru áhrif ríkjandi fíkniefnalöggjafar einnig könnuð. Notast var við eigindlega aðferðafræði og viðtöl tekin við alls þrettán viðmælendur. Tíu viðmælendur voru einstaklingar sem starfa við eða nota skaðaminnkun í starfi og þrír viðmælendur voru einstaklingar sem hafa notað skaðaminnkandi þjónustu. Jafnframt voru fræðigreinar greindar um sögu fíkniefnalöggjafarinnar á Íslandi og þróun refsistefnunnar. Farið var yfir hugtök sem notast var við í skrifum ritgerðarinnar og þau skilgreind.
    Niðurstöður benda til þess að upplifun og reynsla í starfi viðmælanda hafi áhrif á álit þeirra á afnám refsinga neysluskammta og vörslu fíkniefna til eigin notkunar. Afstaða þeirra er að mestu leiti jákvæð en þó greindust efasemdir. Viðmælendur með fíknivanda upplifðu skaðaminnkandi úrræði á Íslandi sem mjög mikilvæg.
    Lykilorð: Refsistefna, fíkniefni, skaðaminnkun, notendur, afglæpavæðing

  • Útdráttur er á ensku

    In 1971, the then US president Richard Nixon declared a war on drugs with the aim of reducing the consumption, importation and sale of drugs. The war on drugs had an impact beyond the US, but the current drug laws in Iceland make possession and personal use of illicit drugs a punishable offence. Illegal drug use in Iceland has a harmful effect on society every day in different ways, but many criticize the penal policy and consider it harmful. The ideology of harm reduction aims to reduce the harm that comes with drug use, and there are currently several harm reduction programs in operation in Iceland.
    The main objective of the thesis was to investigate and evaluate the opinions and attitudes of individuals who work in harm reduction programs or provide harm reduction services on the abolition of penalties for drug use and possesion of drugs for personal use. The attitudes of beneficiaries of harm reduction services on criminal punishment for illegal drug use and possesion of drugs for personal use was also examined. By giving drug users and receivers of harm reduction services in Iceland a voice, the impact of the current drug legislation was also examined. A qualitative methodology was used and interviews were conducted with a total of thirteen interviewees. Ten interviewees were individuals who work in or use harm reduction at their job and three interviewees were individuals who have recieved harm reduction services. In addition, academic articles were analyzed on the history of drug legislation in Iceland and the development of the penal policy. Terms used in the thesis were reviewed and defined.
    The finding demonstrate that the interviewees experiences at work influence their opinion on the abolition of penalties for drug use and possession of drugs for personal use. Their attitudes were mostly positive, but doubts were also identified. Interviewees with drug problems found harm reduction services to be very important.
    Keywords: Penal policy, drugs, harm reduction, users, decriminalization

Samþykkt: 
  • 5.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerðChristina.pdf686,08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
489730192_1040028940795706_8903074629142872335_n.jpeg186,17 kBLokaðurYfirlýsingJPG