is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4983

Titill: 
  • Virði og fjármagnsskipan fyrirtækja. RARIK ohf. fjárhagsleg staða og áhætta.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rafmagnsveitur ríkisins hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna á Íslandi frá stofnun árið 1947. Í fyrstu var hlutverkið fólgið í rafvæðingu landsins en því verkefni var að mestu lokið um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eftir lagabreytingar á árinu 2003 var starfsemisþáttum fyrirtækisins skipt upp í bókhaldi í samræmi við lögin. Síðan hefur fyrirtækinu verið skipt í sérleyfisfyrirtækið RARIK ohf sem sér um orkudreifingu á stórum hluta dreifbýlis landsins og dótturfélagið Orkusöluna ehf sem sér um sölu rafmagns og rekstur virkjana. Eftir rekstrarformsbreytingu árið 2006 nýtur RARIK ekki ríkisábyrgðar á lánum, en þarf þess í stað að standast ákveðna skilmála, meðal annars um eiginfjárhlutfall og vaxtaþekju.
    Samkvæmt orkulögum er starfsemi RARIK og annarra sérleyfisfyrirtækja í raforkudreifingu og flutningi undir eftirliti Orkustofnunar sem hefur bæði eftirlit með gæðum þjónustunnar og setur fyrirtækjunum ákveðin tekjumörk sem setja þeim skorður varðandi verðlagningu.
    Markmiðið með ritgerð þessari er að rannsaka hvaða sjónarmið þurfi að hafa að leiðarljósi við setningu tekjumarka fyrir RARIK. Rannsóknarspurningarnar eru í samræmi við það markmið eftirfarandi:
    Hver er eðlileg arðsemiskrafa ríkisins til RARIK?
    Hvernig er RARIK í stakk búið til að mæta utanaðkomandi áföllum vegna breytinga á lykilþáttum í umhverfi fyrirtækisins sem það getur ekki haft bein áhrif á?
    Hver er hagstæðasta fjármagnsskipan RARIK?
    Til að svara þessum spurningum var stuðst við fræðilega umfjöllun um virðismat og fjármagnsskipan fyrirtækja, samanburðarrannsóknir gerðar á fyrirtækjum í skyldum rekstri á Íslandi og í Skandinavíu og með smíði líkans af áætluðum rekstri RARIK 2010-2014. Næmigreinig var gerð á líkaninu til að komast að því hvernig reksturinn brygðist við ýmsum utanaðkomandi áhrifum.
    Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að hækka þurfi arðsemiskröfu ríkisins allmikið þannig að hún sé ekki lægri en 6,5%. Varðandi hagstæðustu fjármagnsskipan þarf hún að vera þannig að eiginfjárhlutfall sé yfir 50%. Miðað við að þetta verði raunin verður RARIK vel í stakk búið til að mæta utanaðkomandi áföllum vegna breytinga á lykilþáttum í umhverfi sínu.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Marteinsdóttir MS lokaritgerð efnisyfirlit.pdf109,58 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Guðbjörg Marteinsdóttir MS lokaritgerð heimildaskrá.pdf179,12 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Guðbjörg Marteinsdóttir MS lokaritgerð.pdf1,32 MBLokaðurHeildartextiPDF