Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49838
Fæðuöryggi kemur okkur öllum við og þótt að það sé ekki til umræðu dags daglega þá væri voðinn vís ef það væri ekki tryggt. Ísland er smáríki sem þarf að takast á við ýmsar hindranir til að vera starfrækt sem ríki. Í skjólskenningunni er farið yfir þær hindranir og hver tækifærin eru fyrir smáríki til að létta þeim róðurinn. Það er gert með því að leita efnahagslegs, pólitísks og samfélagslegs skjóls hjá stærri ríkjum, ríkjastofnunum eða alþjóðastofnunum. Til þess að öðlast fæðuöryggi þurfa smáríki einmitt að leita skjóls og fer þessi ritgerð yfir það hvernig skjól það er og hvernig nálgast smáríkið það. Fæðuöryggi verður skilgreint og sett í samhengi við þetta málefni. Tekin verða fyrir nokkur smáríki innan Evrópu og þau skoðuð út frá þeim forsendum sem varpa ljósi á stöðu fæðuöryggis. Þá verður farið yfir hvort að vera þeirra innan alþjóðastofnana eða ríkjasambanda hafi áhrif á getu þeirra til að takast á við þá áskorun sem fæðuöryggi er.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| lokaritgerð.pdf | 1,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlýsing um meðferð lokaverkefna (1).pdf | 349,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |