is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49853

Titill: 
  • Réttarstaða tjónþola vegna brota á samkeppnislögum. Er tilefni til að efla réttarstöðu tjónþola á Íslandi í ljósi tilskipunar 2014/104/ESB?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar tjón leiðir af samkeppnishamlandi háttsemi fyrirtækja, svo sem ólögmætu samráði, misnotkun á markaðsráðandi stöðu eða öðrum brotum gegn samkeppnislögum, getur fjölbreyttur hópur aðila orðið fyrir tjóni. Til að tryggja virkni samkeppnisreglna og varnaðaráhrif er nauðsynlegt að tjónþolum standi til boða skilvirk og aðgengileg úrræði til að leita réttar síns, einkum í formi skaðabóta. Í ritgerðinni er sjónum beint að réttarstöðu tjónþola á Íslandi og rannsakað hvort íslenskt regluverk veiti þeim raunhæfan möguleika á að sækja skaðabætur vegna samkeppnisbrota. Jafnframt er rannsakað hvort einhverjar hindranir séu þar í veginum og þá hverjar.
    Sérstök áhersla er lögð á að engar sérsniðnar reglur gilda um skaðabætur vegna slíkra brota í íslenskum rétti. Því þurfa tjónþolar að reiða sig á almennar og ólögfestar reglur skaðabótaréttar. Í ritgerðinni er réttarstaða tjónþola greind með hliðsjón af dómaframkvæmd og þróun réttarins og hún borin saman við hliðstæð mál í Evrópusambandinu í ljósi tilskipunar 2014/104/ESB. Tilskipunin markar þáttaskil í rétti tjónþola til skaðabóta í Evrópusambandinu með samræmdu og sérsniðnu regluverki. Tilskipunin hefur enn ekki verið tekin upp í íslenskan rétt og engin sambærileg úrræði hafa verið lögfest hér á landi. Við samanburðinn er litið bæði til þeirra úrræða sem standa tjónþolum til boða og jafnframt til þess hvort þeir geti í reynd nýtt sér þau með árangursríkum hætti. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að réttarstaða tjónþola á Íslandi sé veikari en innan Evrópusambandsins þar sem almennar reglur skaðabótaréttar tryggja tjónþolum ekki sambærilega vernd. Þá dregur skortur á sértækum úrræðum og réttaróvissa úr hvata tjónþola til málshöfðunar sem gerir það að verkum að framfylgd samkeppnislaga hvílir almennt á herðum samkeppnisyfirvalda. Í ljósi þessara niðurstaðna er nauðsynlegt að endurskoða íslenskt regluverk með það að markmiði að samræma réttarstöðu tjónþola við þau viðmið sem þegar gilda innan Evrópusambandsins og tryggja þannig raunhæfan og skilvirkan rétt til skaðabóta vegna samkeppnisbrota.

Samþykkt: 
  • 5.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag.jur ritgerð - Lokaeintak - RAM .pdf826,32 kBLokaður til...21.05.2050HeildartextiPDF
Skemman yfirlýsing - exe.pdf239,25 kBLokaðurYfirlýsingPDF