is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4989

Titill: 
  • Framsal á sæmdarrétti samkvæmt 3. mgr. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í síbreytilegu samfélagi 21. aldarinnar er ekki hægt að ganga að neinu gefnu á sviði lögfræðinnar. Breytingarnar eru svo tíðar og tækniþróunin svo ör að endurhugsa þarf rótgróin réttindi og skyldur í heilu lagabálkunum og er höfundaréttur þar engin undantekning. Stafræn tækni, fjölföldun og dreifing um Internetið hefur haft slík áhrif á höfundarétt að mörgum þykir sem endurmeta þurfi höfundarétt í heild sinni og aðlaga tækni og tækifærum 21. aldarinnar.
    Sífellt erfiðara verður að hafa eftirlit með ófjárhagslegum réttindum höfunda, sæmdarréttinum, sem sætir miklu áhlaupi vegna þessarar tækniþróunar. Miðlunin er orðin meiri en áður var með tilheyrandi misnotkun og eintök listaverka dreifast um allan heim án samþykkis eða vitneskju höfunda. Velta má upp þeirri spurningu hvort sæmdarréttur sé úreltur, þar sem réttur þessi er brotinn í miklu mæli án þess að neitt sé að gert. Þá sé tæknin og möguleikar á breytingum á listaverkum orðin slík að nánast er ómögulegt orðið að banna almenningi slíka iðju. Ljóst er að nýjar lausnir þarf til að hægt sé að gefa út verk á almennum markaði, þannig að sæmdarréttur standi ekki í vegi fyrir eðlilegri notkun listaverkanna. Sæmdarrétturinn hefur hingað til verið talinn persónulegur réttur sem ómögulegt hefur verið fyrir höfund að framselja nema í undantekningatilfellum. Ritgerð þessi fjallar um möguleika höfunda á framsali á höfundarétti og hvort nauðsyn sé á rýmri heimildum til fyrir notkun listar í nútímasamfélagi.
    Í ritgerðinni er farið yfir þróun höfundaréttar og réttarheimildir á því sviði. Litið er til íslenskra höfundalaga og norrænna laga til samanburðar. Einnig er litið til réttar þjóða á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum og litið til þess hversu miklar verndar sæmdarréttur nýtur í þessum löndum. Þá er litið til alþjóðasáttmála sem gilda á þessu sviði. Ítarlega er farið yfir inntak sæmdarréttar og hvenær aðilaskipti á honum geta átt sér stað. Framsal á sæmdarrétti er afmarkað eftir eðli og efni þeirra verka sem um ræðir hverju sinni og er því litið til þess hvernig sæmdarréttur framselst við mismunandi tegundir verka er að ræða. Loks er farið yfir breytt viðhorf á sviði höfundaréttar og mögulegar lausnir á þeim vandamálum sem höfundarétturinn stendur frammi fyrir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð8.pdf622.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna