is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4991

Titill: 
  • Munu rafbækur koma til með að breyta lesvenjum Íslendinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvort rafbækur muni koma til með að breyta lesvenjum Íslendinga. Til að nálgast svör við spurningunni er fjallar um rafbækur almennt, sögu þeirra, þróun og þau tækifæri og þær ógnir sem skapast hafa gagnvart neytendum og útgefndum á bókmenntamarkaði í kjölfar aukningar þeirra. Auk þessa verður framtíð rafbókarinnar skoðuð og bókmenntamarkaðurinn settur í samhengi við þróun síðustu ára á öðrum afþreyingarmörkuðum. Einnig verða skoðaðar erlendar rannsóknir á útbreiðslu og viðhorfum lesenda og útgefenda. Þar sem engar íslenskar rannsóknir fundust á efninu voru framkvæmdar tvær kannanir meðal nemenda Háskóla Íslands annarsvegar og meðal starfsmanna í bókaútgáfu og hinsvegar til að varpa ljósi á stöðuna hér á landi. Helstu niðurstöður úr rannsókn höfundar eru að vitneskjan um rafbækur sé frekar útbreidd þrátt fyrir að minnihluti þátttakenda hafi nýtt sér þær. Mun hærra hlutfall starfsmanna í bókaútgáfu en nemenda töldu að hinni prentuðu bók stafaði ógn af rafbókum en allir þátttakendur voru þó á eitt sáttir um að þessi ógn væri ekki mikil. Langflestir þátttakendur töldu jafnframt ólíklegt að dagar hinnar prentuðu bókar væru taldir en svöruðu því þó einnig að rafbókin væri líklega komin til að vera en frekar sem viðbótar möguleiki fyrir lesendur heldur en staðgengill hinnar prentuðu bókar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ -TILBÚIN pdf.pdf480.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna