is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49929

Titill: 
  • Slitgigt í hné og mjöðm: Meðferðarúrræði og áhrif þeirra á lífsgæði
  • Titill er á ensku Knee and hip osteoarthritis: The impact of treatment options on quality of life
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Slitgigt er algengasta tegund gigtarsjúkdóma sem veldur verulegum verkjum og hreyfiskerðingu á heimsvísu. Sjúkdómurinn einkennist af niðurbroti liðbrjósks og undirliggjandi beina sem dregur úr lífsgæðum. Um 240 milljónir einstaklinga þjást af sjúkdómnum á heimsvísu, en vegna hækkandi meðalaldurs og offitu fer algengi sjúkdómsins hækkandi. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í persónumiðaðri meðferð þar sem einstaklingsbundin nálgun er nauðsynleg til að mæta mismunandi þörfum sjúklinga. Rannsóknir sýna fram á ávinning af hjúkrunarstýrðum íhlutunum sem bæta bæði lífsgæði og hreyfigetu. Samstarf milli fagstétta tryggir heildræna umönnun og viðeigandi meðferðarúrræði sem eru mismunandi eftir staðsetningu slitgigtar og einkennum sjúklinga. Tilgangur: Að greina áhrif verkjameðferðar og annarra meðferðarúrræða á lífsgæði einstaklinga með slitgigt í hné eða í mjöðm með áherslu á hvernig hjúkrun getur stuðlað að bættum lífsgæðum og aukinni hreyfigetu. Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin heimildaleit samkvæmt PRISMA-flæðiriti. Heimilda var aflað með leit í gagnagrunnum PubMed, CINAHL og Web of Science sem eru viðurkenndir gagnagrunnar innan heilbrigðisvísinda. Rannsóknarspurning var mótuð eftir PICOT-viðmiðum og skoðaðar voru ritrýndar rannsóknargreinar á ensku og íslensku birtar á árunum 2015-2025 sem uppfylltu inntökuskilyrði og gerð fræðileg samantekt.
    Niðurstöður: Samantekt á 35 megindlegum og eigindlegum rannsóknum sem uppfylltu inntökuskilyrði leiddi í ljós að árangursrík meðferð við slitgigt í hné og mjöðm krefst samþættrar og einstaklingsmiðaðrar nálgunar. Þar skipta meðferðir án lyfja svo sem markviss hreyfing og sálfélagslegur stuðningur miklu máli og höfðu þær marktæk jákvæð áhrif á verki, færni og lífsgæði einkum þegar meðferðarheldni var góð og fagleg eftirfylgni til staðar. Þegar verkir hindra þátttöku í daglegu lífi og hreyfigetu er mælt með meðferð með lyfjum einkum NSAID. Liðskiptaaðgerð er hins vegar aðeins talin viðeigandi í langt gengnum sjúkdómi þegar önnur meðferðarúrræði hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Í þessu ferli gegna hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki með einstaklingsmiðaðri fræðslu, mati á árangri og nauðsynlegum stuðningi til að hámarka útkomu meðferðar.
    Ályktun: Þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum meðferða á slitgigt í mjöðm. Áhrif meðferðar við slitgigt á lífsgæði ræðst frekar að því hvernig hún er aðlöguð að hverjum og einum og hversu mikinn stuðning einstaklingurinn fær frá heilbrigðisstarfsfólki heldur en af því hvort sjúkdómurinn er í hné eða mjöðm. Mikil þörf er á heildrænni hjúkrun þar sem tekið er mið af persónulegum, líkamlegum og sálfélagslegum þáttum og meðferðin sniðin að þörfum hvers einstaklings.
    Lykilorð: Slitgigt; Slitgigt í hné; Slitgigt í mjöðm; Meðferð; Meðferðarúrræði; Lífsgæði; Hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Osteoarthritis is the most prevalent form of arthritis globally, it causes significant pain and impaired mobility, due to degeneration of the articular cartilage and subchondral bone degeneration, resulting in reduction in quality of life. Osteoarthritis affects approximately 240 million individuals globally, it‘s prevalence is on the rise due to increased life expectancy and rising obesity rates. Nurses play a pivotal role in delivering person-centered care, essential to meet the diverse needs of individuals with this condition. Research demonstrates the benefits of nurse-led interventions in improving both quality of life and mobility. Interdisciplinary collaboration ensures holistic care and tailored treatment strategies, are adopted based on the location of the osteoarthritis and the patient's specific symptom. Purpose: The aim of this literature review is to examine the impact of pain management and other treatment options on the quality of life of individuals with osteoarthritis in the hip or knee, with a emphasis on how nursing-interventions can improve quality of life and mobility. Method: Following the PRISMA guidelines, a systematic literature search was conducted using PubMed, CINAHL, and Web of Science. All of which are acknowledged databases in the health sciences. The research question was developed according to the PICOT framework. Peer-reviewed articles in English and Icelandic, published between 2015 and 2025 and that met the inclusion criteria, were analysed and synthesized.
    Results: An analysis of 35 quantitative and qualitative studies that met the inclusion criteria, revealed that successful management of osteoarthritis of the knee or hip demands an integrated and individualized approach. Non-pharmacological interventions, including exercise and psychosocial support, significantly reduced pain and improved function and quality of life, in particular with good treatment integrity and professional follow-up. Pharmacological interventions, primarily NSAIDs, are advised when pain limits daily activities and mobility. Arthroplasty is considered an appropriate intervention in advanced stages of the disease when other treatments have been exhausted. Nurses play a vital role in this process, providing individualised education, assessing outcomes, and offering essential support to optimize patient results. Conclusion: The effects of osteoarthritis in the hip require further investigation. The impact of osteoarthritis management on quality of life seems to rely more on individualized adaptation of treatment and the extent of support from healthcare providers rather than on whether the condition affects the knee or the hip. Therefore, a greater emphasis on holistic nursing is necessary, where personal, physical, and psychosocial needs are considered, and management is tailored to each individual‘s specific needs.
    Key words: Osteoarthritis; Hip osteoarthritis; Knee osteoarthritis; Treatment; Management; quality of life; Nursing.

Samþykkt: 
  • 7.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Slitgigt-í-hné-og-mjöðm-Meðferðarúrræði-og-áhrif-þeirra-á-lífsgæði.pdf1,59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Slitgigt.pdf634,65 kBLokaðurYfirlýsingPDF