Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49932
Bakgrunnur: Beinþynning er alvarlegt og vaxandi lýðheilsuvandamál sem einkennist af minnkuðum beinmassa og aukinni hættu á beinbrotum. Þar sem beinþynning þróast smám saman og oft án einkenna, skiptir snemmbær forvörn og meðferð miklu máli. Rannsóknir sýna að líkamleg hreyfing getur gegnt lykilhlutverki í viðhaldi og eflingu beinþéttni í öllum aldurshópum.
Tilgangur: Að kanna áhrif hreyfingar á beinþéttni með áherslu á hvernig mismunandi gerðir hreyfingar geta haft áhrif á beinþéttni og þróun beinþynningar og að kanna áhrif hreyfingar á beinþéttni hjá mismunandi hópum. Enn fremur að varpa ljósi á mikilvægi hreyfingar sem forvörn og meðferð við beinþynningu, sérstaklega með tilliti til aldurshópa í áhættu.
Aðferð: Fræðileg samantekt byggð á niðurstöðum 14 rannsókna sem skoða áhrif mismunandi tegunda hreyfinga á beinheilsu. Heimildaleit fór fram með kerfisbundnum hætti í gagnagrunnum PubMed og Scopus. Notast var við fyrirfram ákveðin leitarorð samkvæmt PICOTS viðmiðum. Leitað var eingöngu að rannsóknum frá árunum 2020 - 2025. Ferli heimildaleitarinnar var sett upp í PRISMA flæðirit. Niðurstöður rannsókna voru teknar saman í töflu.
Niðurstöður: Rannsóknir benda til þess að hreyfing sem veldur verulegu álagi á bein, svo sem stökk, aflþjálfun og íþróttir þar sem líkaminn ber eigin þyngd, hefur sýnt fram á mestu áhrifin á aukningu beinþéttni. Þolæfingar, eins og regluleg ganga, stuðla einnig að því að viðhalda beinmassa, þá sérstaklega hjá eldra fólki. Jafnframt leiða rannsóknir í ljós að börn og unglingar sem stunda reglubundna líkamlega hreyfingu búa yfir marktækt meiri beinþéttni en jafnaldrar þeirra sem ekki stunda íþróttir. Auk beinheilsu hefur hreyfing jákvæð áhrif á líkamsstöðugleika og vöðvastyrk og minnkar þannig líkur á föllum og beinbrotum. Kynjamunur kom fram í nokkrum rannsóknum. Þegar hreyfing er aðlöguð að þörfum einstaklings virðist hún hafa jákvæð áhrif í öllum aldurshópum.
Ályktun: Líkamleg hreyfing er ein af áhrifaríkustu og aðgengilegustu leiðunum til að viðhalda heilbrigðum beinum og draga úr hættu á beinþynningu og beinbrotum. Niðurstöðurnar hafa mikið vægi fyrir hjúkrunarfræðinga í klínískri vinnu og heilsueflingu. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í að fræða einstaklinga um ávinning reglulegrar hreyfingar, meta hreyfigetu og veita persónumiðaðar forvarnir. Einnig er hlutverk þeirra að vísa skjólstæðingum sínum á viðeigandi úrræði og veita þeim eftirfylgd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-beinthynning.pdf | 622,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Asgercur Steinbersdettir 2602942029, Junna Egilsdettir.pdf | 5,31 MB | Lokaður | Yfirlýsing |