Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49934
Það skiptir miklu máli hvort hætta sé við ruglingi milli merkja, því slíkt mat getur haft verulegar afleiðingar. Liggi fyrir niðurstaða um að ruglingshætta sé með merkjum getur það haft í för með að eigandi yngra merkisins verði annað hvort að hlýta því að merkið verði úrskurðað ógilt eða hann þurfi að semja um notkun þess og jafnvel greiða fyrir að fá að halda áfram að nota merkið. Fyrir eiganda eldra merkis má hins vegar telja að ruglingshætta feli oft í sér einu raunverulegu lagarökin til verndar merkinu, en málið snýst ekki eingöngu um réttindin sjálf heldur líka um að verja reksturinn, orðsporið og þá fjárfestingu sem liggur að baki merkinu. Þó að mat á ruglingshættu skipti miklu máli, sérstaklega þegar miklir hagsmunir eru í húfi, er alls ekki sjálfsagt hvernig slíkt mat eigi að fara fram nema öll viðeigandi atriði séu tekin með í reikninginn. Af þessu vakna eðilega ýmis álitaefni, meðal annars hvaða atriði skipta raunverulega máli í slíku mati, hvert vægi þeirra er og hvernig þau hafa áhrif á það hvort ruglingshætta teljist vera til staðar milli merkja. Verði ruglingshættumat talið sjálfstætt lagalegt mat er einnig mikilvægt að huga að því hvort reglurnar um slíkt mat miði eingöngu að vernda fjárhagslegra hagsmuna málsaðila eða hvort jafnframt skuli taka tillit til annarra hagsmuna sem kunna að vera í húfi.
Í ritgerðinni verður því leitast við að gera grein fyrir meginhugtökum í vörumerkjarétti, sérstaklega inntaki og takmörkunum vörumerkjaréttinda, sem fjallað verður um í öðrum kafla. Í þriðja kafla verður lögð áhersla á að útskýra hvað felst í hugtakinu „ruglingur“ innan vörumerkjaréttar, þrepið sem ruglingshætta þarf að ná til að hafa lagalega þýðingu, og hvaða áhrif mat á ruglingshættu hefur í lagaframkvæmd. Þá verður í fjórða kafla sérstaklega gerð grein fyrir því hvernig mat á ruglingshættu fer fram bæði hér á landi og innan Evrópu, en sá kafli er kjarni ritgerðarinnar. Beita verður dogmatískri aðferð í ritgerðinni. Aðferðin er almennt talin hefðbundin og víðtæk rannsóknaraðferð innan lögfræði og felst í túlkun, greiningu og skýringu á gildandi rétti. Markmið ritgerðarinnar er að skilja og útskýra lagareglur um mat á ruglingshættu, tengsl þeirra innbyrðis og hvernig þær eiga að vera túlkaðar og þeim beitt í framkvæmd. Til að ná þessu markmiði verður í ríkum mæli vísað til réttarframkvæmdar hér á landi, þar á meðal dóma Hæstaréttar, Landsréttar, héraðsdóma, sem og úrskurða áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar og Hugverkastofunnar. Einnig verður stuðst við dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og, ekki síst, fræðigreinar sem hafa þýðingu fyrir skilning á eðli og framkvæmd mats á ruglingshættu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 3,68 MB | Lokaður til...01.05.2035 | Heildartexti | ||
yfirlysing um meðferð lokaverkefna hja Skemmu.pdf | 159,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |