is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49942

Titill: 
  • FAST hetjur á Íslandi – í kappi við tímann: Innleiðing FAST hetjuverkefnisins og niðurstöður úr þjóðarkönnun um þekkingu Íslendinga á heilaslagi
  • Titill er á ensku FAST heroes in Iceland – racing against time: Implementation of the FAST heroes campaign and results from a national survey on stroke awareness
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Heilaslag er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem krefst tafarlausrar meðferðar. Skortur á þekkingu og töf á viðbrögðum getur hindrað aðgengi að bráðameðferð. Því hafa fræðsla og forvarnarstarf fengið aukið vægi. Skammstöfunin FAST (Face, Arms, Speech, Time) dregur fram helstu einkenni heilaslags og leggur áherslu á mikilvægi skjótra viðbragða. FAST hetjuverkefnið fræðir börn um einkenni heilaslags og hvetur þau til að miðla þekkingunni áfram til fjölskyldu og vina. Með því er stuðlað að vitundarvakningu bæði meðal barna og fullorðinna.
    Tilgangur: Að kortleggja innleiðingu FAST hetjuverkefnisins á Íslandi 2019–2025 og að greina niðurstöður þjóðarkönnunar um þekkingu og viðbrögð Íslendinga við einkennum heilaslags.
    Aðferð: Rannsóknin er tvíþætt: (1) Lýsandi greining á fræðsluefni og miðlun í gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu FAST hetjanna. Greining fór fram í Word og Excel. (2) Lýsandi tölfræði í SPSS-29 á þjóðarkönnun sem send var til 2488 einstaklinga í ágúst 2023, til að meta þekkingu og viðbrögð við FAST einkennum.
    Niðurstöður: (1) Verkefnið var innleitt með víðtæku samstarfi og markvissri miðlun. Yfir 4000 börn hafa tekið þátt. Greining á Facebook og Instagram sýndi mest viðbrögð við hvatningar- og skemmtiefni. (2) 935 einstaklingar á aldrinum 20-70 ára svöruðu könnuninni, 489 karlar og 446 konur. Svarhlutfall var 37,6%. Flestir þekktu einkenni eins og óskýrt tal (96,3%) og andlitslömun (95,4%), en færri tengdu máttleysi í handlegg (74,3%) við heilaslag. Nánast allir þekktu neyðarnúmerið 112 (98%) og flestir myndu hringja á sjúkrabíl ef um FAST einkenni væri að ræða. Um 43% töldu sig vita hvernig bregðast ætti við heilaslagi, en aðeins 8,8% þeirra voru mjög öruggir. Ályktun: FAST hetjuverkefnið hefur miðlað fjölbreyttri fræðslu og stuðlað að virkri þátttöku barna. Þekking á einkennum og viðbrögðum við heilaslagi er til staðar, en efla þarf sjálfstraust almennings með fræðslu sem ýtir undir getu þeirra til að bregðast skjótt við – þegar hver einasta sekúnda skiptir máli.
    Lykilorð: Heilaslag, blóðþurrðarslag, blæðingarslag, FAST hetjur, fræðsla, inngrip.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Stroke is a serious public health issue that requires immediate treatment. A lack of knowledge and delayed response can hinder access to emergency care. Consequently, education and prevention efforts have gained increased importance. The mnemonic FAST (Face, Arms, Speech, Time) communicates the main symptoms of stroke and emphasizes the
    urgency of immediate action. The FAST Heroes campaign aims to educate children, teaching them about stroke symptoms and encourages them to share this knowledge with family and friends. In doing so, it promotes awareness among both children and adults. Objective: To map the implementation of the FAST Heroes campaign in Iceland from 2019 to
    2025, and to analyze the results of a national survey on Icelanders’ knowledge of and responses to stroke symptoms.
    Method: The study is twofold: (1) A descriptive analysis of educational materials and dissemination via social media and the FAST Heroes website. The analysis was conducted using Word and Excel. (2) Descriptive statistics in SPSS-29 based on a national survey sent
    to 2488 individuals in August 2023, assessing knowledge and responses to FAST symptoms.
    Results: (1) The campaign was launched through extensive collaboration and targeted outreach, with over 4,000 children participating. Social media analysis showed that motivational and entertaining posts generated the highest engagement. (2) A total of 935 individuals aged 20–70 responded to the national survey, 489 men and 446 women, yielding
    a 37.6% response rate. Most recognized stroke symptoms such as slurred speech (96.3%) and facial drooping (95.4%), though fewer identified arm weakness (74.3%) as a sign. Nearly all knew the emergency number 112 (98%), and most would call an ambulance for FAST symptoms. While 43% felt they knew how to respond to stroke, only 8.8% felt very confident.
    Conclusion: The FAST Heroes campaign has delivered diverse educational efforts and engaged children actively. While knowledge is present, public confidence must be strengthened through continued education that supports the ability to act quickly – when every second counts.
    Keywords: Stroke, ischemic stroke, hemorrhagic stroke, FAST Heroes, education,
    intervention

Samþykkt: 
  • 7.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FAST hetjur á Íslandi – í kappi við tímann. Innleiðing FAST hetjuverkefnisins og niðurstöður úr þjóðarkönnun um þekkingu Íslendinga á heilaslagi.pdf3,24 MBLokaður til...07.05.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf427,97 kBLokaðurYfirlýsingPDF