is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49943

Titill: 
  • Virðismat Haga og Festi. Ábatinn af samrunum og yfirtökum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari eru samsteypur Festi og Haga teknar til athugunar og þær virðismetnar á þrjá vegu. Að auki mun ábatinn af samrunum þeirra frá árinu 2018 vera rannsakaður. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort og þá hvernig mismunandi virðismatsaðferðir samræmdust verðlagningu markaðarins á þessum félögum. Einnig er rannsakað hvort og þá hvernig þeir samrunar, sem félög þessi réðust í, hafi búið til annars vegar rekstrarhagræði og hins vegar aukið virði hluthafa. Niðurstöður ofangreindra spurninga eiga að veita lesanda innsýn í það hvernig mismunandi nálganir á virði fyrirtækis geta gefið ólíka útkomu. Einnig hvort þessir umfangsmiklu samrunar hafi skilað sér í auknu virði til
    fyrirtækjanna og hluthafa. Gögn þessarar rannsóknar voru sótt í ársreikninga og ársfjórðungs kynningar félaganna tveggja. Þeim aðferðum sem beitt var til að nálgast virði fyrirtækjanna voru núvirt frjálst fjárflæði til fyrirtækis, núvirt sjóðstreymi til eiginfjár og núvirt arðgreiðslulíkan. Til að greina hvort ábati hafi hlotist af samrunum félaganna voru mismundi rekstrarlegir
    mælikvarðar skoðaðir og ávöxtun til hlutafa greind. Við samanburð á niðurstöðum virðismatsaðferðanna og verðlagningu markaðarins á félögunum reyndust allar aðferðirnar benda til þess að félögin væru yfirverðlögð á markaði. Að frátöldu núvirtu frjálsu fjárflæði til fyrirtækis í tilfelli Festi.Þróun á lykilmælikvörðum í rekstri félaganna benti til þess að ekki hafi náðst fram varanlegtrekstrarhagræði í kjölfar samrunanna. Aftur á móti jókst markaðsvirði félaganna umtalsvert umfram markaðsvísitölu (OMXI15) þegar búið var að leiðrétta fyrir arðgreiðslum til hluthafa auk kaupverði yfirtekinna félaga.

Samþykkt: 
  • 7.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Hafliði Jökull Jóhannesson.pdf1,77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2024_Skemman_yfirlysing3__1_(3).pdf176,13 kBLokaðurYfirlýsingPDF