is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4995

Titill: 
  • Kenningin um brostnar forsendur með hliðsjón af Common law rétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin hefst með almennri umfjöllun um ógildingarástæður og stöðu reglunnar um brostnar forsendur í íslenskum samningarétti. Þá tekur við kafli sem gefur almenna hugmynd um eðli kenningarinnar, s.s. á hvaða kenningum samningaréttar hún er byggð og beitingu hennar sem undantekningarreglu. Einnig er gefið stutt sögulegt yfirlit yfir þróun hennar. Kaflinn þar á eftir fjallar ítarlega um inntak kenningarinnar um brostnar forsendur. Þá er gerð grein fyrir þeim mun sem er á á forsendu og skilyrði í samning svo og réttaráhrif þess þegar forsendurbrestur verður. Því næst eru skilyrði fyrir beitingu hennar rakin í nokkrum undirköflum. Fyrst er litið til þess hvernig dómstólar beita sanngirnismælikvarða við mat á reglunni og farið í gegnum nokkur sjónarmið í svokölluðum forsendufræðum sem koma úr norrænum rétti. Undir sanngirnismatið er t.d. það nefnt þegar dómstólar horfa til stöðu aðila við samningsgerð og mismunandi hagsmuna þeirra. Þá er fjallað um þrjú aðalskilyrði fyrir beitingu reglunnar og að lokum það þegar sértilvik eiga við, s.s. lagabreytingar. Stuttur kafli um brostnar forsendur í kröfurétti tekur hér við sem á að gefa mynd af því hvernig kenningin skarast á við og teygir anga sína inn á svið kröfuréttarins. Tekin eru dæmi um lausafjárkaup og fasteignakauparétt. Þá er litið til náskyldra reglna eins og rangra forsendna og ógildingarákvæðis 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, hvernig aðgreina skuli reglurnar og hvernig þeim er beitt saman af íslenskum dómstólum. Ákvæði 79. Gr. CISG sáttmálans er næsta umfjöllunarefni sem brú yfir í næsta hluta ritgerðarinnar sem tekur til forsendubrests í enskum Common law rétti. Þar er varpað ljósi á sögulegan bakgrunn og dómaframkvæmd í enskum rétti er rakin með ítarlegum hætti. Við tekur sambærilegur kafli og í íslenska hlutanum, þ.e. um inntak og beitingu reglunnar um brostnar forsendur af enskum dómstólum svo og við hvaða aðstæður er heimilt að styðjast við hana. Réttaráhrif hennar samkvæmt enskum rétti eru síðan gerð skýr skil. Þar næst er að finna almenn samantekt og ályktanir um beitingu reglunnar í enskum rétti, s.s. um gildissvið, túlkun dómstóla og takmarkanir á henni. Að lokum er gerður samanburður á reglunni í íslenskum og enskum rétti.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Edda Lokaeintak.pdf1.05 MBLokaðurHeildartextiPDF