Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4998
Ritgerð þessi er viðskiptaáætlun fyrir hluta af starfsemi íslenska sprota- og hátæknifyrirtækisins MesSys ehf. Um er að ræða viðskiptaáætlun fyrirtækisins sem snýr að kælivöktun lyfja sem eru í vörslu hjá heilbrigðisstofnunum, lyfjabúðum, lyfjaheildsölum, lyfjaframleiðendum og umboðsmönnum. Markmiðið með vöktuninni er að tryggja að gæði lyfjanna haldi sér á meðan þau eru í vörslu þessara aðila svo virkni og gæði lyfjanna haldist eins og til er ætlast. Gerð er grein fyrir stærð markaðarins á Íslandi ásamt áætlun um inngöngu á markaðinn og áætlaðri markaðshlutdeild. Söluleiðir og markaðsáætlun kynnt ásamt ítarlegri greiningu á fyrirtækinu, vörunni sjálfri og samkeppnishæfni hennar. Að auki er gerð markaðsgreining á fyrirhugaðri áætlun fyrirtækisins að herja á erlenda markaði ásamt sölu- og markaðsáætlun á þá markaði til næstu fimm ára. Hefur áætluninni nú þegar verið hrundið af stað með samstarfssamningum við stóra aðila á íslenska markaðnum og mögulegum samstarfssamningi við aðila á erlendum mörkuðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðskiptaáætlun MesSys.pdf | 1.33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |