Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49984
Bakgrunnur: Heilbrigðiskerfin standa frammi fyrir auknum áskorunum tengdum fjölda fólks sem glímir við langvinna sjúkdóma. Með hækkandi aldri þjóða má gera ráð fyrir því að þetta vandamál muni færast í aukana. Framkvæmdar hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, lifun sjúklinga og heilbrigðiskostnaði en upplifun sjúklinga hefur ekki verið rannsökuð á slíkum mælikvarða. Þessi lýsandi þversniðsrannsókn er hluti af rannsókn Efnahags- og framfarastofunnar Evrópu, sem ber heitið Patient-Reported Indicator Surveys (PaRIS). Markmið hennar var að meta heilsufarslegar útkomur og upplifun einstaklinga, 45 ára og eldri, sem lifa með langvinna sjúkdóma, á heilbrigðiskerfinu.
Markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að lýsa því hvernig hjartasjúklingar, 45 ára og eldri, sem sækja þjónustu heilsugæslunnar, meta eigið heilsufar, líðan, virkni og getu ásamt upplifun þeirra af þjónustu heilsugæslu. Auk þess er markmiðið að skoða samband ofangreindra atriða við fjölda langvinnra sjúkdóma, kyn og aldur ásamt því að kanna hver erindi hjartasjúklinga til heilsugæslu yfir 12 mánaða tímabil voru, sókn þeirra á bráðamóttöku og hvort innlagnir á bráðamóttöku tengdust trausti þeirra í garð heilbrigðiskerfisins.
Aðferð: PaRIS-rannsóknin var unnin með viðamikilli aðferðafræði, en við úrvinnslu og greiningu gagna í þessu verkefni var notast við lýsandi tölfræði og tölfræðiforritið SPSS. Krosspróf voru notuð til að greina tengsl milli flokkabreyta og t-próf fyrir óháð úrtök til að bera saman meðaltöl ólíkra hópa. Til að ákvarða marktækni tengsla milli breyta voru notuð kí-kvaðrat próf þar sem marktækni var sett við p≤0,05.
Niðurstöður: Íslenskir hjartasjúklingar koma verr út í mati á heilbrigðisþjónustu samanborið við aðra hópa, með lakari heilsu, minni stuðning ásamt skertu trausti til heilbrigðiskerfisins. Þeir eru undir meðaltali á flestum lykilmælikvörðum bæði hérlendis og meðal annarra þátttökulanda, þá sérstaklega á lykilmælikvörðunum sjálfsöryggi við umsjá eigin heilsu og almennrar heilsu.
Ályktun: Til að mæta þörfum sjúklinga er nauðsynlegt að endurskoða og innleiða nýjar lausnir sem stuðla að einstaklingsmiðaðri þjónustu og aukinni samhæfingu þjónustuþátta. Jafnframt er brýnt að bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og tryggja skilvirka miðlun upplýsinga milli þjónustustiga. Einnig ber að huga að kerfisbundinni eftirfylgni sjúklinga til að tryggja öryggi þeirra og ánægju.
Lykilorð: langvinnir sjúkdómar, hjartasjúklingar, PaRIS-rannsóknin, OECD, Ísland, lykilmælikvarðar, sjúklingaupplifun, útkomumælingar, heilsugæsla, heilbrigðiskerfi.
Background: Healthcare systems are facing increasing challenges due to the growing number of individuals living with chronic diseases. With aging populations, it is anticipated that this issue will continue to escalate. Extensive research has been conducted on the structure of healthcare systems, patient survival rates and healthcare costs, patient experiences have not been studied on a similar scale. This descriptive cross-sectional study is a part of an initiative by the Organization for Economic Co-operation and Development, called the Patient-Reported Indicator Surveys (PaRIS). Its aim was to assess health outcomes and patient experiences among individuals, aged 45 and older, who live with chronic diseases of healthcare systems.
Objective: The purpose of this project is to describe how cardiac patients, aged 45 and older, who utilize primary healthcare services assess their own health, well-being, functioning and abilities as well as their experience with primary care services. Furthermore, the study aims to examine the relationship between these factors and the number of chronic diseases, gender and age, along with investigating the patients reasons for seeking primary care over a 12-month period, their use of emergency services and whether an admission to the emergency room affected their trust in the healthcare system.
Methods: The PaRIS-study was conducted using extensive methodology, however data processing and analysis in this project was carried out using descriptive statistics and the SPSS statistical software. Cross-tabulations were used to analyse relationships between categorical variables, and independent sample t-tests were used to compare the means of different groups. To determine the significance of correlations between variables, Chi-square tests or Fisher ‘s exact tests were used with a significance level set at p≤0,05.
Results: Icelandic cardiac patients reported poorer experiences with healthcare services compared to other groups, with worse health, less support and reduced trust in the healthcare system. They scored below average on most key indicators both nationally and in comparison, to other participating countries, particularly on the key indicators confidence to self-manage and general health.
Conclusion: In order to meet patients’ needs, it is essential to reassess and implement new solutions that promote individualized care and enhance the coordination of healthcare services. Additionally, it is crucial to improve how information is shared with patients and ensure efficient communication between different levels of care. Systematic patient follow-up must also be prioritized to ensure the safety and satisfaction of patients.
Keywords: chronic diseases, cardiac patients, PaRIS-survey, OECD, Iceland, key indicators, patients’ experiences, outcome measures, primary care, health care systems
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rödd sjúklinga skiptir máli - BS-Lokaverkefni.pdf | 1,81 MB | Lokaður til...08.05.2026 | Heildartexti | ||
yfirlýsing fyrir bs rétta.pdf | 872,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |