is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/49990

Titill: 
  • Nauðgun á konum sem vopn í stríði: hvaða þættir benda til þess að serbnesk yfirvöld hafi beitt kynferðisofbeldi sem vopni í Bosníustríðinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um kynferðisofbeldi og nauðganir framdar af bosnískum Serbum í Bosníustríðinu sem hófst árið 1992. Umfangsmiklar nauðganir í stríðinu vöktu heimsathygli og leiddu til tímamótabreytinga á alþjóðalögum og viðhorfi alþjóðasamfélagsins til kynferðisbrota sem framin eru í stríðum. Markmið ritgerðarinnar er að beita kenningunni um kerfislegar nauðganir til að greina kynferðisbrotin sem framin voru í stríðinu og að svara því hvort bosnískir Serbar hafi beitt þeim með markvissum hætti í pólitískum tilgangi. Einnig er stuðst við femínískar og líffélagslegar kenningar um nauðganir í stríðum. Rýnt er í mismunandi mynstur kynferðisbrota og nauðgana og hvaða tilgangi hvert og eitt mynstur þjónar í stríðinu. Að auki er taktísk beiting nauðgana skoðuð í samhengi við þjóðernishreinsanir. Vitnisburðir fórnalamba eru einnig til umfjöllunar til stuðnings umræðunni um mynstur kynferðisbrota. Sérstök áhersla er lögð á svokallaðar „nauðgunarbúðir“ sem bosnískir Serbar settu upp víða í Bosníu. Greint er frá hvötum einstakra hermanna, hópa og yfirvalda út frá greiningarramma kynjafræðingsins Inger Skjelsbæk. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að margt bendir til þess að bosnískir Serbar hafi beitt nauðgunum og kynferðisofbeldi á skipulagðan og taktískan hátt í stríðinu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar aðgerirnar hefðu líklega ekki verið mögulegar nema án aðkomu yfirvalda. Söguleg þjóðernishyggja Serba bendir til að þjóðernislegir hvatar hafi verið til staðar sem ýttu undir ofbeldi yfirvalda og einstakra hermanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses sexual violence and rapes committed by Bosnian Serbs during the Bosnian War, which began in 1992. The widespread rapes during the war attracted global attention and led to groundbreaking changes in international law, as well as in the international community’s attitude toward sexual crimes in conflicts. The aim of the thesis is to apply the theory of systematic rape to analyze the sexual violence and rapes during the war, to answer whether Bosnian Serbs used sexual crimes tactically for political gain. Feminist and sociological theories on wartime rape will also be used. The study will explore different patterns of sexual violence and rape, and the purpose each pattern served. Later, the tactical use of rape will be examined in the context of ethnic cleansing. Testimonies from victims will also be analyzed to support the discussion of patterns in sexual violence. Special emphasis will be placed on so-called “rape camps” that Bosnian Serbs set up throughout Bosnia. The motives of individual soldiers, groups, and authorities will be analyzed using the analytical framework of gender researcher Inger Skjelsbæk. The conclusion of the thesis is that many factors indicate that Bosnian Serbs used rape and sexual violence tactically during the war. The extensive and organized operations likely could not have succeeded without the assistance of authorities. The Serbs’ historical nationalism suggested that motivations existed which encouraged the behavior of both authorities and individual soldiers.

Samþykkt: 
  • 9.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/49990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA stjórnmálafræði - Ragnheiður Geirsdóttir pdf.pdf384,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirskrift.pdf383,31 kBLokaðurYfirlýsingPDF