is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/500

Titill: 
  • Kynbundinn stjórnunarstíll
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessu lokaverkefni er skipt í nokkra kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um stjórnun og helstu stjórnunarkenningar sem notaðar eru. Þetta eru klassískar kenningar, vísindalegar kenningar og lærdómskenningar. Skoðað verður upphaf kenninganna og helstu fræðimenn. Í næsta kafla er síðan fjallað um stjórnunarstíla. Byrjað er á því að skilgreina stjórnunarstíl en síðan verður sagt frá sex stjórnunarstílum Daniel Golman, en þeir eru: Þvingunarstíll, leiðtogastjórnun, félagsleg stjórnun, lýðræðisstjórnun, árangursstjórnun og þjálfun. Þar næst er síðan fjallað um launamál og launaþróun. Skoðuð eru laun stjórnenda og þeir tekjuhæstu bæði hér heima og erlendis. Síðan er einnig skoðaður launamunur kynja og hver þróunin hefur verið í þeim málum síðustu ár og hvert viðhorf kynjanna er til launa sinna. Í kaflanum á eftir er athugað stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði, reglur og gildi. Einnig hvernig vinnuumhverfi hefur verið sniðið að hugsun karla og hversu hægt hlutirnir breytast. Athuguð er skipting kynja á vinnumarkaði, vinnuframlag þeirra, vinnutími eftir því sem börnum fjölgar og kynjaskiptar starfsstéttir. Karlar og konur í stjórnunarstöðum eru skoðaðar þar á eftir, meðal annars hlutafallaskipting á vinnumarkaði. Þá er einnig litið á menntun kynjanna og hvernig þær standast kröfur atvinnulífsins. Sagt er frá því hvernig konum finnst að vera stjórnað af körlum og svo öfugt. Skoðað er áhrif frumkvöðla, valdablokka og nýsköpunar á atvinnulífið og þar á eftir er glerþakið skoðað, en það er ósýnilegt þak sem virðist hindra konur í að ná æðstu stöðum í fyrirtækjum. Í síðasta fræðilega kaflanum er skoðað kynjabundinn stjórnunarstíll og þá hvort konur séu mýkri stjórnendur og noti frekar þátttökustjórnun. Síðan er endað á rannsókn um stjórnunarstíl karla og kvenna.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynbstj.pdf340.38 kBTakmarkaðurKynbundinn stjórnunarstíll - heildPDF
kynbstj-e.pdf98.04 kBOpinnKynbundinn stjórnunarstíll - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kynbstj-h.pdf123.47 kBOpinnKynbundinn stjórnunarstíll - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kynbstj-u.pdf73.22 kBOpinnKynbundinn stjórnunarstíll - útdrátturPDFSkoða/Opna