Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50003
The circular economy (CE) has been endorsed as a viable solution for the transformation of the textile and apparel (T&A) industry to become more sustainable and less wasteful. However, most companies within the T&A industry are struggling to integrate circular strategies into their core business. Thus, the aim of this thesis is to identify drivers and barriers for fashion designers operating in Iceland to transform their business models, so they support conversion into the circular economy. The study uses an inductive approach with eight in-depth interviews and a six participant focus group discussion with local fashion designers and specialist in the field of circular economy and textiles. The analysis identified a lack of drivers and financial incentives for fashion designers to adopt the emphases of circular economy. The main barriers identified are consumer indifference, high cost of sustainable applications, lack of local production possibilities and lack of traceability in the value chains. The academic implications of this study are identifying location specific drivers and barriers for fashion designers operating in Iceland. Furthermore, the results suggest that the barriers identified are interconnected, where each barrier amplifies the next, with the current linear economic system being the overarching culprit of the fragmented value chains of the T&A industry. The study presents a new sector specific CE agenda for fashion designers, based on the findings of the study. For policy makers, the research identified the need to promote financial incentives for the advancement of the circular economy through grants, EPR schemes, import tariffs on textiles or VAT exemptions of repair services. Moreover, to promote a more local T&A industry it would be advised for it to become an exemplary, transparent, circular and sustainable industry. Practical implications of the study include a characterization of a sustainable business model that is in line with the emphases of circular economy for fashion designers to use as a guideline.
Keywords: Drivers, Barriers, Textile and apparel industry, Circular economy
Hringrásarhagkerfið er af mörgum talin raunhæf lausn til þess að gera textíl- og fataiðnaðinn að sjálfbærari iðngrein og draga úr textíl úrgangi. Aftur á móti eiga flest fyrirtæki iðnaðarins í erfiðleikum með að samþætta hringrásarstefnur kjarnastarfsemi sinni. Því er markmið rannsóknarinnar fólgið í því að bera kennsl á hvata og hindranir fyrir fatahönnuði sem starfa á Íslandi til að umbreyta viðskiptaháttum sínum þannig að þeir styðji við hringrásarhagkerfið. Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru átta ítarleg viðtöl við fatahönnuði, auk þess sem framkvæmd var rýnihóparannsókn með sex þátttakendum með þekkingu á sviði hringrásarhagkerfis og textíls. Greiningin leiddi í ljós skort á ytri hvötum fyrir fatahönnuði til að tileinka sér áherslur hringrásarhagkerfisins. Hindranirnar sem komu fram eru meðal annars skeytingarleysi neytenda, hár kostnaður við sjálfbærar aðgerðir, skortur á staðbundinni framleiðslu og skortur á gagnsæi innan virðiskeðjunnar. Akademískt framlag rannsóknarinnar er fólgið í að bera kennsl á staðbundna hvata og hindranir fyrir íslenska fatahönnuði. Ennfremur benda niðurstöðurnar til þess að hindranirnar sem greindar voru séu samtengdar, þar sem hver hindrun magnar upp þá næstu. Aðal ástæða brotakenndar virðiskeðju iðnaðarins má rekja til línulegs efnahagskerfis sem er ráðandi á alþjóðavísu. Byggt á niðurstöðum rannsóknarinna er kynnt ný sértæk hringrásarstefna fyrir fatahönnuði. Framlag til stefnumála er fólgið í skilgreiningu á leiðum sem efla starfshætti íslenskra fatahönnuða hvað innleiðingu hringrásarhagkerfisins varðar. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að efla fjárhagslega hvata til framþróunar hringrásarhagkerfisins með styrkjum, framlengdri framleiðendaábyrgð, innflutningstollum á textíl og/eða undanþágum frá virðisaukaskatti á viðgerðarþjónustu. Þar að auki er ráðlegt að efla sjálfbæran og staðbundinn textíl- og fataiðnað sem hefur burði til þess að styðja við innlenda hringrás textíls. Meðal hagnýtra áhrifa rannsóknarinnar er tillaga að sjálfbæru viðskiptamódeli sem fatahönnuðir eru hvattir til að hafa til hliðsjónar og með því samræmast áherslum hringrásarhagkerfisins.
Lykilorð: Hvatar, Hindranir, Textíl- og fataiðnaðurinn, Hringrásarhagkerfið
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Enska_Skemman_yfirlysing_18_Steinunn.pdf | 860,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Drivers barriers and solutions for Icelandic fashion designers to transit into the circular economy_final.pdf | 1,7 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |