is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50026

Titill: 
  • Vellíðan kennara í starfi - Forysta og sálfélagslegir áhrifaþættir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Álag í starfi kennara hefur aukist verulega á undanförnum áratugum, einkum vegna aukins hegðunarvanda nemenda, flókinna samskipta við foreldra og meiri fjölbreytni í nemendahópnum. Kennarar upplifa jafnframt minna faglegt sjálfræði en aðrar starfsstéttir, óskýra ábyrgðarskyldu og takmarkaðan stuðning og möguleika til starfsþróunar. Helstu áhrifaþættir vellíðanar kennara í starfi eru vinnuálag, sjálfræði og áhrif í starfi, félagslegur stuðningur, skýrleiki í hlutverkum og ábyrgð, félagsandi og samskipti og stjórnunarhættir. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þá sálfélagslegu þætti sem hafa áhrif á vellíðan kennara í starfi og með hvaða móti skólastjórnendur geta stuðlað að heilbrigðu starfsumhverfi. Rannsóknarspurningin er: „Hvert er mat kennara á forystu og sálfélagslegum þáttum sem hafa áhrif á vellíðan þeirra í starfi?“ Rannsóknin er megindleg og byggir á starfsánægjukönnunum sem lagðar voru fyrir kennara í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstöður benda til þess að kennarar upplifi ákveðna veikleika í sálfélagslegu starfsumhverfi sínu, einkum hvað varðar skýrleika hlutverka og ábyrgðar, stuðning í starfi, kröfur, álag og stjórnunarhætti. Á móti virðast kennarar búa yfir sterkri innri starfshvöt, njóta frelsis í starfi og hafa jákvætt viðhorf til starfs síns. Þá benda niðurstöður til þess að samskipti og félagsandi innan kennarahópsins standi styrkum fótum. Þó ber að geta þess að nokkur munur var á niðurstöðum eftir skólum varðandi einstaka þætti. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að skapa heildrænt og styðjandi starfsumhverfi til að sporna við kulnun og efla fagmennsku og vellíðan kennara. Niðurstöðurnar draga fram mikilvægi þess að styrkja sálfélagslegt starfsumhverfi og faglega forystu í skólum, þar sem hvoru tveggja hefur bein áhrif á vellíðan kennara, starfsánægju og árangur nemenda. Niðurstöðurnar bæta við stöðu þekkingar um vellíðan kennara og þá þætti sem þarfnast úrbóta í skólunum sem um er fjallað. Þær geta jafnframt haft hagnýtt gildi fyrir skólastjórnendur þar sem gerðar eru tillögur að úrbótum og aðgerðum.
    Lykilhugtök: Vellíðan í starfi, forysta, starfsumhverfi, sálfélagslegir áhrifaþættir, sálrænt öryggi, kennarar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Alda Elísdóttir_Vellíðan kennara í starfi_MS í stjórnun og stefnumótun_júní 2025.pdf3,36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis_GAE.pdf687,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF