is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5003

Titill: 
  • De mujeres invisibles a luchadoras. La mujer durante la Segunda República Española
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin hér á eftir fjallar um stöðu spænsku konunnar á árunum 1931 til 1939, en þau ár marka annað lýðveldið í sögu Spánar. Þann 14. apríl árið 1931 var stofnun lýðveldis lýst yfir, hið svokallaða „la Segunda República Española“. Hafist var handa við að hrinda í framkvæmd ýmsum samfélagslegum umbótum sem margar hverjar voru konunni í hag. Breytingarnar höfðu jákvæð áhrif á stöðu spænskra kvenna. Í gegnum aldanna rás hafði konan mátt þola mikið ójafnrétti hins íhaldsama samfélags sem var við lýði á Spáni. Lagaleg réttindi konunnar voru afar bágborin; til marks um það var hvergi á hana minnst í spænskum stjórnarskrám og orðið „ríkisborgari“ stóð einungis fyrir karlmenn. Hlutverk konunnar var fyrirfram ákveðið af kirkjunni og íhaldinu sem fólst í því að sinna heimili, börnum og vera algjörlega undirgefin eiginmanni sínum og kaþólsku kirkjunni. Með stofnun lýðveldisins og nýrri stjórnarskrá hafði konan tækifæri til að bæta stöðu sína til muna. Samkvæmt Stjórnarskránni 1931 voru allir Spánverjar jafnir samkvæmt lögum í fyrsta skipti í sögu Spánar. Helstu breytingar stjórnarskrárinnar fólu í sér að konan fékk kosningarétt og gat farið fram á skilnað. Konan varð sýnileg í samfélaginu og ýmsar pólitískar breytingar urðu á stöðu hennar. Fyrstu konurnar voru kosnar á þing og börðust þar fyrir jafnrétti kynjanna. Samfara því jókst pólitískur áhugi kvenna almennt og stofnaðar voru stjórnmálahreyfingar með konur í forsvari. Konan varð meira að segja eins konar tákn fyrir lýðveldið og birtist á baráttuspjöldum lýðveldismanna. Segja má að „la Segunda República Española“ hafi verið hápunktur í sögu spænskra kvenna fram að þessu. Árið 1936 hófst spænska borgarastríðið sem stóð yfir allt til 1939, þegar lýðveldið féll og Francisco Franco hershöfðingi kom á einræðisstjórn. Í kjölfarið missti konan öll þau réttindi sem höfðu áunnist á lýðveldistímanum. Staða hennar varð sambærileg því að vera ósjálfráða og eiginmaðurinn hafði forræði yfir henni. Þær breytingar sem fylgdu í kjölfar einræðisstjórnarinnar undistrikuðu enn frekar blómaskeið spænsku lýðveldiskonunnar á árunum 1931 til 1939.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf92.79 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð.pdf952.92 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna