is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50041

Titill: 
  • Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda: Leiðir til að auka gæði kennslu í stærðfræði
  • Titill er á ensku Instructional leadership of school administrators - Ways to improve quality og mathematics instruction
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í nútíma samfélagi eru gerðar miklar kröfur um gæði skólastarfs. Skólastjórnendum er ætlað að stuðla að auknum tækifærum kennara til að styrkja sig í kennslu m.a. með því að styðja við fjölbreytta starfsþróun. Þátttaka kennara og skóla í verkefninu Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndupptöku í kennslustundum (SÆG) er kveikjan að þessu verkefni. Markmiðið er að greina hvernig skólastjórar nýta kennslufræðilega forystu til að styðja við sjálfbæra starfsþróun kennara með áherslu á stærðfræðikennslu en einnig að sjá hvernig sýn skólastjóra samræmist hugmyndum kennara um faglegan stuðning. Með kennslufræðilegri forystu getur skólastjóri haft áhrif á þróun náms innan skólans. Það hefur sýnt sig að kennslufræðileg forysta sem byggir á skýrri sýn, getur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda.
    Rannsóknarspurningarnar eru Hvaða leiðir nýtir skólastjóri til að efla gæði náms og kennslu í stærðfræði og hvernig samræmast þær hugmyndum kennara um þann stuðning sem þeir telja æskilegan til að efla gæði náms í stærðfræði? Rætt var við fjóra kennara sem eru þátttakendur í SÆG verkefninu til að öðlast þeirra sýn á breytingar í stærðfræðikennslu í tengslum við þátttöku þeirra í verkefninu og stuðning sem þeir fengu frá stjórnendum. Jafnframt var rætt við þrjá skólastjórnendur um þeirra sýn á gæði kennslu. Niðurstöður benda til að allir aðilar innan SÆG verkefnisins upplifa breytingar á kennsluháttum í átt að auknum gæðum kennslunnar. Skólastjórarnir sem rætt var við töldu að til þess að auka gæði stærðfræðikennslu í framtíðinni þurfi þeir að tryggja að faglegt samtal eigi sér stað og veita kennslufræðilega forystu. Þeir vildu skoða leiðir til þess að veita kennurum markvissari endurgjöf á störf sín og byggja upp sterkari fagleg tengsl við aðra skóla svo tryggja megi sjálfbæra starfsþróun. Beinn stuðningur skólastjóra við kennara í tengslum við gæði kennslu er það sem eflir nám nemenda og bætir námsárangur þeirra. Það er gert með faglegu samtali, reglulegri endurgjöf og skýrri sýn á nám og kennslu. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að kennarar og skólastjórar deili sameiginlegri sýn á gæði kennslu og þrói starf sitt í samvinnu. Niðurstöðurnar geta nýst sem hagnýtt framlag til þess að styðja við sjálfbæra þróun kennslu í stærðfræði og efla faglega forystu í grunnskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    In modern society, there are high demands for quality in education. School leaders are expected to enhance teachers' opportunities for professional growth by supporting diverse forms of professional development. The participation of teachers and schools in the project Sustainable professional learning: Improving the quality of classroom practice through classroom videos (SÆG) served as the inspiration for this study. The aim is to analyze how principals use instructional leadership to support teachers sustainable professional development with a focus on mathematics education, but also to see how principals vision aligns with teachers ideas about professional support. Through instructional leadership, school principals can influence learning development within the school. Research has indicated that instructional leadership based on a clear vision can have a positive impact on student achievement.
    The research questions are: What strategies do school leaders use to improve the quality of mathematics teaching and learning, and how do these strategies align with teachers’ perceptions of the support they deem necessary to enhance mathematics education? Four teachers participating in the SÆG project were interviewed to gain insight into how they experienced changes in their mathematics teaching and support from the school leader. Additionally, three school leaders were interviewed to understand their perspectives on teaching quality. The findings indicate that all participants within the SÆG project perceived positive changes in instructional practices that reflect improved teaching quality. The interviewed school principals believed that, in order to enhance the quality of mathematics instruction in the future, it is essential to ensure the presence of ongoing professional dialogue and to provide instructional leadership. They expressed a desire to develop more targeted feedback for teachers and to build stronger professional networks with other schools to support sustainable professional development. Direct support from school principals, in the form of professional conversations, regular feedback, and a shared vision for teaching and learning, is seen as a key factor in improving student learning outcomes. The study highlights the importance of a shared vision between teachers and school principals regarding teaching quality. Its findings aim to inform school leadership practices that support sustainable and ambitious development of mathematics instruction.

Samþykkt: 
  • 12.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_SHB.pdf1,07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_SHB.pdf138,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF