is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50053

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á andlega líðan mæðra í barneignarferlinu: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fæðingarþunglyndi er vaxandi lýðheilsuvandamál á heimsvísu. Rannsóknir benda til þess að regluleg og skipulögð hreyfing geti dregið úr þunglyndiseinkennum og minnkað kvíða og streitu í barneignarferlinu. Oft vantar þó yfirsýn og þekkingu um þessi áhrif innan mæðra- og ungbarnaverndar.
    Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er fyrst og fremst að kanna áhrif hreyfingar á andlega vellíðan mæðra í gegnum barneignarferlið. Einnig hvernig heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir konum á þessu tímabili getur stuðlað að því að hreyfing verði partur af einstaklingsmiðaðri meðferðaráætlun, bæði á fyrirbyggjandi hátt og fyrir þær konur sem upplifa andlega vanlíðan.
    Aðferð: Rannsóknarspurningar voru settar fram út frá PICOT-viðmiðum. Það var stuðst við eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Gagnagrunnar sem notaðir voru Pubmed, Scopus og Web of Science og voru greinarnar sem um ræðir ekki eldri en 10 ára gamlar. Rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrði voru samtals 18 greinar. Þær voru settar upp í matrix töflur.
    Niðurstöður: Rannsóknirnar sem skoðaðar voru sýndu fram á að hreyfing geti minnkað líkurnar á að þróa með sér fæðingarþunglyndi, aukið sjálfstraust, bætt svefn, minnkað streitu og bætt líðan. Æfingarnar sem skoðaðar voru m.a meðgöngujóga og áhrif þess á andlega líðan eftir fæðingu, gönguferðir, rafrænar æfingar og hópatímar. Það kom skýrt fram hversu mikilvægt er að þróa einstaklingsmiðaða áætlun og fræðslu.
    Ályktanir: Líkamleg virkni er áhrifarík, örugg og ódýrt inngrip til þess að efla andlega heilsu kvenna í gegnum barneignarferlið. Heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir konum í barneignarferli gegnir lykilhlutverki í fræðslu og stuðningi við að hvetja mæður til hreyfingar í gegnum barneignarferlið.
    Lykilorð: Barneignarferli, fæðingarþunglyndi, hreyfing, lífsgæði, tengslamyndun, meðganga, heilbrigðisstarfsfólk

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Postpartum depression is a growing public health concern worldwide. Research indicates that regular and structured physical activity can reduce depressive symptoms and alleviate anxiety and stress during the perinatal period. However, there is often a lack of overview and understanding regarding the effects of such activity on maternal and infant mental well-being.
    Objective: The main objective of this literature review is to examine the effects of physical activity on the mental well-being of mothers during the perinatal period. It also explores how healthcare professionals, who support women during this period, can encourage physical activity as part of a personalized and preventative approach, especially for women experiencing mental disorders.
    Method: The research questions were formulated based on a PICOT framework. Both qualitative and quantitative studies were included. The databases used were PubMed, Scopus and Web of Science. The articles reviewed were no older than 10 years. A total of 18 studies met the inclusion criteria. These studies were compiled in a matrix tables.
    Results: The reviewed studies showed that physical activity may reduce the likelihood of developing postpartum depression, increase self-esteem, improve sleep, reduce stress, and enhance mood. The types of activities reviewed included prenatal yoga, postpartum exercise, walking groups, online exercise programs, and group classes. The importance of offering individualized plans and education was clearly highlighted.
    Conclusion: Physical activity is an effective, safe, and low-cost intervention to promote the mental health of women during the perinatal period. Healthcare professionals working with women in this phase play a key role in educating and supporting mothers to be physically active throughout the perinatal period.
    Keywords: Perinatal period, postpartum depression, exercise, quality of life, bonding, pregnancy, healthcare-workers.

Samþykkt: 
  • 12.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni Arnheiður, Auður, Dagmar og Maria.pdf971,75 kBLokaður til...06.05.2035HeildartextiPDF
DF7DB0D9-BBF5-4408-B01E-928F87C0C780.jpeg148,94 kBLokaðurYfirlýsingJPG