en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5008

Title: 
  • Title is in Icelandic „Ferðu ekki örugglega bráðum að deyja?“ Samskiptaörðugleikar barna og unglinga með Asperger-heilkenni
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að kynna þroskaröskunina Asperger-heilkenni fyrir lesendum en hana má rekja til röskunar í taugaþroska. Frávikin sem einkenna heilkennið koma aðallega fram á þremur sviðum: í félagslegum samskiptum, máli og tjáskiptum og í sérkennilegri og áráttukenndri hegðun. Hér verður sjónum beint að þeim mállegu samskiptaörðugleikum sem fylgja heilkenninu en þeir koma fram þrátt fyrir nokkuð eðlilega máltöku og fulla greind viðkomandi einstaklinga. Örðugleikarnir einkennast af klaufalegum óyrtum samskiptum, óvenjulegu hljómfalli, formlegu og langdrengu tali, bókstaflegum skilningi og, oft og tíðum, óviðeigandi vali á umræðuefni.
    Fjallað er um uppgötvun Hans Asperger sem heilkennið er kennt við, tengsl heilkennisins við einhverfu, greiningu á því og algengi þess. Rætt verður um að hvaða leyti samskipti barna og unglinga með heilkennið eru ólík því sem við er að búast hjá þeim sem ekki hafa viðlíka þroskaraskanir, hvaða samskiptareglur þessi börn og unglingar brjóta og hvaða áhrif heilkennið hefur á getu þeirra til að tileinka sér eðlilega aðstæðubunda málnoktun. Skortur á huglægum skilningi (e. theory of mind) er ræddur sem orsök örðugleikanna en rannsóknir hafa einnig sýnt að stóran hluta samskiptavandans megi rekja til minni virkni hægra heilahvels hjá einstaklingum með heilkennið samanborið við þá sem ekki hafa sams konar röskun. Sökum þeirra miklu áhrifa sem samskiptavandinn hefur á líf einstaklinga með Asperger-heilkenni er einnig fjallað um möguleg úrræði til þess að auðvelda þeim félagsleg og málleg samskipti og draga úr einangrun þeirra.

Accepted: 
  • May 7, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5008


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Formáli-final.pdf639.21 kBOpenHeildartextiPDFView/Open